Grindavíkurstelpur taka á móti Snæfelli í Röstinni kl. 19:15 í kvöld. Okkar stelpur eru heldur betur komnar í gang eftir erfiða byrjun en þær lögðu Íslandsmeistara Njarðvíkur í síðustu umferð. Snæfell er hins vegar hörku lið og er í 2. sæti deildarinnar. Því má búast við erfiðum leik hjá okkar stelpum. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í Röstina …
Jólasýning fimleikadeildarinnar á sunnudaginn
Jólasýning fimleikadeildar UMFG verður haldin sunnudaginn 2. desember nk. Í ár samanstendur sýningin af iðkendum úr 1.-10. bekk. Sýningin hefst kl. 13:30 og stendur til 15:00. Íþróttahúsið opnar fyrir gesti kl. 13:00. Miðaverð er: 1000 kr. fyrir fullorðna. 250 kr. fyrir 6 – 16 ára. Frítt fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Sjoppa verður á staðnum. (Ath! að við höfum ekki posa til að …
16 liða úrslit í bikarkeppni yngri flokka
Búið er að draga í 16-liða úrslit bikarkeppni yngri flokka. Dregið var í öllum flokkum nema 10. stúlkna og unglingaflokki kvenna en þar eru sjö og sex lið skráð til leiks. 9. flokkur drengja: – Leikið dagana 3.-16. ÍA-Grindavík 10. flokkur drengja: – Leikið dagana 3.-16. desember 2012Grindavík-FSu 11. flokkur drengja: – Leikið dagana 4.-9. janúar 2013Snæfell-Grindavík Drengjaflokkur: – Leikið dagana 10.-20. janúar 2013 Grindavík-Haukar 9. …
Bikarmót Taekwondo sambands Íslands
Grindvíkingar voru sigursælir á Bikarmóti Taekwondo sambands Íslands sem haldið var í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Grindvíkingar náðu einnig sínum besta árangri og voru með 5 gull, 4 silfur og 3 brons og Björn Lúkas Haraldsson var valinn keppandi mótsins í samanlögðum árangri í fullorðinsflokki karla. Mótið var haldið í Akurskóla í Reykjanesbæ. Á mótinu var bæði keppt …
Björn Lúkas valinn bestur
Um helgina var haldið fyrsta Bikarmót Taekwondo sambands Íslands (TKÍ), en á hverju tímabili eru haldin þrjú slík mót til að ákvarða bikarmeistara. Grindvíkingar létu þar mikið að sér kveða og unnu til fjölda verðlauna en þar bar hæst að Björn Lúkas Haraldsson var valinn besti karl mótsins. Mótið var haldið í Akurskóla í Reykjanesbæ. Á mótinu var bæði keppt …
Grindavík úr leik
Eftir að hafa leitt gegn Snæfelli lengst af glopraði Grindavík niður ágætu forskoti á lokasprettinum og tapaði að lokum með 9 stigum í undanúrslitum Lengjubikarsins. Grindavík er þar með úr leik. Snæfell missti tvo lykilmenn út af með 5 villur þegar 5 mínútur voru eftir en það virtist eingöngu efla heimamenn. Grindvíkingar skoruðu bara eitt stig á rúmlega þriggja mínútna …
Fjögur fræknu í beinni útsendingu
Undanúrslit Lengjubikarsins, Fjögur fræknu, verða í beinni útsendingu á Sport-TV í kvöld. Undanúrslitin fara fram í Stykkishólmi og mætast Snæfell og Grindavík kl. 20:30. Þjálfari Njarðvíkur spáir því að Grindavík tapi í kvöld. „Ég tippa á að það verði dunkarnir tveir úr Vesturbænum sem mætast í úrslitaleiknum,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur við Vísi. Einar Árni er þarna að …
Fjögur fræknu
Í kvöld fer fram undanúrslit í Lengjubikar karla. Leikið verður í Stykkishólmi. Klukkan 18:30 mætast Tindastóll og Þór Þorlákshöfn og svo mætir Grindavík Snæfell klukkan 20:00. Þau lið sem vinna mætast í úrslitaleik á morgun klukkan 16:00. Í fyrra voru Þór, Snæfell og Grindavík einnig í undanúrslitum sem fór fram í DHL höllinni ásamt fjórða liðinu Keflavík. Grindavík sigraði þá …
Nánari upplýsingar um Bikarmótið
Ágætu félagar Bikarmót TKÍ verður núna um helgina í Akurskóla í Reykjanesbæ (kort : http://ja.is/kort/#q=index_id%3A996513&x=328053&y=390510&z=9 ) Mótið hefst báða daga kl 10, en húsið opnar kl 8. Vinsamlegast verið tímanlega. Mjög gróft tímaskipulag er eftirfarandi. Það eru engar tryggingar á að þetta standist og algjörlega á ábyrgð keppenda að koma tímanlega fyrir sína keppni. ATH að það eru sitthvorri flokkarnir í …
Fjögur fræknu um helgina
Undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta sem nefnd eru „fjögur fræknu” verða í Stykkishólmi um helgina. Grindavík mætir heimamönnum í Snæfelli á morgun, föstudag, kl. 20:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sport-TV. Í hinni undanúrslitarimmunni mætast Tindastóll og Þór Þorlákshöfn kl. 18:00. Úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardaginn kl. 16:00 og verður leikurinn einnig í beinni útsendingu á …