Nánari upplýsingar um Bikarmótið

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Ágætu félagar

 

Bikarmót TKÍ verður núna um helgina í Akurskóla í Reykjanesbæ (kort : http://ja.is/kort/#q=index_id%3A996513&x=328053&y=390510&z=9 )

Mótið hefst báða daga kl 10, en húsið opnar kl 8. Vinsamlegast verið tímanlega. Mjög gróft tímaskipulag er eftirfarandi. Það eru engar tryggingar á að þetta standist og algjörlega á ábyrgð keppenda að koma tímanlega fyrir sína keppni. ATH að það eru sitthvorri flokkarnir í bardaga og formum, finnið í hvaða flokk þið eruð skráð og takið mið af því. Það eru vel yfir 200  keppendur á þessu mót og stefnir í fjölmennasta mót sem haldið hefur verið á Íslandi.

 

 

Á morgun verða allir keppendur 11 ára og yngri.

 

 

kl 10 -Allir pee wee strákar og stelpur (5-7 ára)kl11 -minor(8-11 ára) rauð, blá belti og allar stelpur 8-11 ára Flokkarnir heita:[minor -F (stelpur)-B, -C, -D, -E og-F] og [minor – M (strákar) -B og -C]kl13- aðrir minior strákar , lægri belti : Minor -M D-G

 

 

 

Á sunnudag verða 12 ára og eldri

 

 

kl 10 – Cadet og superior 12-13 ára og 30+

kl 13 – junior og senior 14+ og 18+

 

 

Munið að skoða í hvaða flokk þið eruð sett, því sameina þufti nokkra aldurshópa, stundum bara í annarri greininni.

 

 

Fyrirkomulag

ATH – laugardagur : Röð keppenda verður tilkynnt á morgun, en röð aldursflokkana stendur hér í póstinum. Flokkur viðkomandi verður kallaður upp og fer til hópstjóra sem leiðbeinir hópnum. Við biðjum þó foreldra eða þjáfara að fylgja sínum keppendum með hópnum. Passið upp á að vera með alla hlífar með ykkur. Ekki yfirgefa hópinn ykkar fyrr en hópstjóri gefur ykkur leyfi.

Hlífar

 

 

Hjálmur (fæst á staðnum ef þess er þörf)

Framhandleggshlífar

Hanskar

Sköflungshlífar

Klofhlíf

Rafristarhlífar (fást lánaðar á staðnum ef þess er þörf)

Brynja (fæst á staðnum)

Góm (junior keppendur og eldri 14+) þarf að vera hvítur eða glær.

 

 

Laugardagur – Allir bardgar 2×1 min með 30 sek á milli.
Allir pee wee gera 1 poomsae. Allir minor appelsínugult belti og lægra gera eitt poomsae. Minor grænt belti og hærra gera 2 poomsae.

 

 

Sunnudagur – Allir bardagar 2×2 min með 45 sek á milli

Allir gera 2 poomsae.

 

 

Reynt verður að hafa ekki mjög langt á milli bardaga og forms en það er engin leið að halda því í gegnum alla helgina. Á laugardag verður reynt að halda góðu flæði á mótinu og því mikilvægt að fá sem flesta til að hjálpa til og gefa einhvern tíma af sinni vinnu svo allir geti farið fyrr heim. Verðlaunaafhending verður strax í lok hvers flokks.

 

 

Starfsmenn

 

 

Félög þurfa að útvega eftirfarandi starfsmenn skvmt skipulagi tkí

1 hornadómara pr 5 keppendur

1 bardagastjóra pr 10 keppendur

1 poomsae dómara pr 10 keppendur

 

 

Hægt er að semja um að hafa óreynda starfsmenn í stað dómara því mikið er af verkefnum, sérstaklega á laugardag. Við gerum ekki þær kröfur að hornadómarar hafi réttindi, þó það sé auðvitað kostur.

Bardagastjórar og hornadómarar mega ræða um ákveðin atriði, t..d. ef vantar stig, röng stig osfv. og er það gert með því að hornadómari rétti upp hönd og kalli til bardagastjóra. Einnig ef þjálfari telur að vitlaust stig hafi verið gefið getur hann rétt upp hönd og beðið um álit frá bardagastjóra. Það skal gert á kurteisan og skilvirkan hátt, ellegar mun bardagastjóri ekki taka það gilt og getur gefið viðkomandi keppanda refsistig.

 

Við hvetjum foreldra til að taka virkan þátt í mótinu og hjálpa til, hjálpiði ykkar börnum að hita upp og vera tilbúin með hlífar og vatn svo þjálfarinn þurfið þess ekki. Höldum jákvæðu viðhorfi til aðra keppenda og dómaranna, munum að hvetja á jákvæðan hátt.

 

 

Á staðnum verður hægt að kaupa mat og einnig verður eitthvað af búnaði.

Laugardagur hopar poomsae

peeWeeMinorPoomsae (timar)

peeWeeMinorPoomsaehopar

PeeWeeMinorSparringHopar

compactPeeWeeMinorSparring

BardagarFlokkadAFelogPeeWeeMinor

treePeeWeeMinor

Sunnudagur hopar poomsae

 

 

CadToSupPoomsaeHopar

CadToSupPoomsaeTimar

 

Gerum gott mót saman og bjóðum aðstoð við að láta það ganga

Mótsjórn