Stelpurnar mæta Snæfelli

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur taka á móti Snæfelli í Röstinni kl. 19:15 í kvöld. Okkar stelpur eru heldur betur komnar í gang eftir erfiða byrjun en þær lögðu Íslandsmeistara Njarðvíkur í síðustu umferð. Snæfell er hins vegar hörku lið og er í 2. sæti deildarinnar.

Því má búast við erfiðum leik hjá okkar stelpum. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í Röstina og styðja við bakið á stelpunum.