Ray til Keflavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ray Anthony Jónsson hefur skrifað undir hjá Keflavík og spilar því í Pepsideildinni næsta sumar. Samningurinn er til tveggja ára og ætti því að ná 1-2 árum með Grindavík í efstu deild eftir það.  Ray hefur spilar 228 leiki með meistaraflokki með Grindavík auk evrópuleiki, tvo U-21 leiki með Íslandi og fjölda landsleikja með Filipseyjum. Við óskum honum velfarnaðar með …

Tilkynning frá Knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ráðið Milan Stefan Jankovic sem aðalþjálfara liðsins og Pálma Ingólfsson sem aðstoðarþjálfara. Báðir hafa þeir verið viðloðnir þjálfun í Grindavík til fjöldra ára og munu skipa öflugt þjálfarateymi sem mun lyfta meistaraflokki karla upp um deild og gera ungu strákana enn betri. Mynd hér að ofan er af Jankó og Pálma ásamt Jónasi Þórhallssyni, formanni knattspyrnudeildar UMFG

Nágrannaslagur í undanúrslitum bikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður nágrannaslagur í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar Keflavíkur mætast en leikurinn fer fram í Reykjanesbæ undir lok mánaðarins. Þetta verður all svakalegur leikur þar sem mikið er í húfi.  Í hinni undanúrslitarimmunni mætast Snæfell og Stjarnan.

Skráning í firmakeppnina

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Við minnum á firmakeppnina sem haldin verður um næstu helgi. Það er meistaraflokkur karla sem stendur fyrir keppninni sem fer fram í Hópinu 19.janúar og hefst klukkan 14:00 Skráning og nánari upplýsingar: Óskar Pétursson opeturs@gmail.com 693-2334 Matthías Örn Friðriksson mattiorn86@gmail.com 869-8660 Reglurnar: 5 inná í einu (1 markmaður og 4 útispilarar). Ótakmarkaður fjöldi skiptimanna. Leiktími 1 x 12 mín Allir leikmenn gjaldgengir Fyrirkomulag: Mótinu verður skipt upp í fjóra …

Æfingabúðir í Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Ágætu TKD iðkendur. Í vikunni eru magnaðar æfingabúðir með ótrúlega góðu og faglegu TKDfólki. Við erum svo heppin að fá Serbneska landsliðsþjálfara ásamttveim keppendum sem verða með æfingabúðir í bardaga (sparring). Einnigfáum við Edinu Lents frá Danmörku og Portúgalann Sergio Ramos en bæðihafa þau áralanga reynslu á stórmótum í poomsae.Æfingabúðirnar fara fram bæði í Keflavík og í Reykjavík og geta …

Helgi Jónas styrkir fótboltaliðin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú er undirbúningsþjálfun hjá knattspyrnumönnum komin á fullt skrið. Meistaraflokkur karla og kvenna í Grindavík ásamt 2. flokki karla í Grindavík eru byrjuð í þreki í Metabolic afreksþrekþjálfun undir leiðsögn Helga Jónasar Guðfinnssonar og Einars Inga Kristjánssonar.   Áherslan í þjálfuninni beinist fyrst og fremst í að auka styrk, snerpu, stökkkraft og jafnvægi en rík áhersla er lögð á að …

Hörku bikarslagur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur taka á móti Val í Röstinni í kvöld kl. 19:15 í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Hér er frábært tækifæri fyrir stelpurnar okkar að fara alla leið í bikarnum og eru Grindvíkingar hvattir til þess að fjölmenna.

Grindavíkurstelpur úr leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur eru úr leik í bikarnum eftir átta siga tap gegn Val í Röstinni í kvöld, 78-70. Leikurinn var jafn og spennandi og liðin skiptust á að vera í forystu framan af.  Valur komst þó yfir um miðjan þriðja leikhluta en Grindavík var þó aldrei langt undan. Munurinn var bara eitt stig þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Valur …

Bikarleikur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það er mikilvægur leikur hjá stelpunum í kvöld.  Mæta þær Valsstúlkum hér í Grindavík í lokaleik 8 liða úrslitum Powerade bikarsins. Keflavík, Snæfell og Hamar eru öll komin í undanúrslit og því sker leikurinn í kvöld hvaða fjögur lið verða í pottinum. Valur komst í leikinn með því að leggja Njarðvík með einu stigi en Grindavík var dæmt sigur gegn …

Óvænt tap á heimavelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli í vetur er nágrannar þeirra frá Keflavík komu í heimsókn í Röstina. Grindavík hafði níu stiga forskot í hálfleik en það dugði skammt. Keflavík vann með 8 stiga mun, 106 stigum gegn 98. Aaroun Broussard var stigahæstur Grindvíkinga en útlendingahersveit Keflavíkinga var mjög öflug og Magnús Gunnarsson fór hamförum í þriggja stiga skotum. Grindavík …