Þorrablótið eftir 6 daga

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Nú stendur sem hæst miðasala á risa þorrablótið í íþróttahúsinuþann 16. febrúar nk. á vegum knattspyrnudeildar, körfuknattleiksdeildar og Kvenfélags Grindavíkur. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi og þá verða heimatilbúin skemmtiatriði að hætti Grindvíkinga. Fyrr um daginn leikur Grindavík til úrslita við Stjörnuna í bikarkeppni karla í körfubolta þannig að þetta verður eftirminnilegur dagur. Við hvetjum Grindvíkinga til að sýna samstöðu …

Sigurganga Grindvíkinga heldur áfram

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar lögðu Njarðvíkinga að velli í úrvalsdeild karla í körfubolta með tólf stigum, 96-84. Þetta var sjötti sigur Grindvíkinga í röð í Ljónagryfjunni. Grindvíkingar eru áfram í efsta sæti deildarinnar nú með tveggja stiga forskot á Snæfell.   Samuel Zeglinski átti stórleik í liði Grindavíkur en hann var með 30 stig og 7 stoðsendingar en þeir Aaron Broussard og Sigurður …

8 dagar í bikarúrslitaleikinn og risa þorrablótið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú eru aðeins átta dagar í bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar og svo risa þorrablótið í íþróttahúsinu. Upphitun er hafin og kominn tími til að heyra hljóðið í Þorleifi Ólafssyni fyrirliða Grindavíkurliðsins. Hann var fenginn til þess að rifja upp bikarúrslitaleikina sem hann hefur spilað. „Þetta verður í fjórða skipti sem ég mæti í Laugardalshöllina. Ég hef unnið einn úrslitaleik og …

Magnús með þrennu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sigraði Njarðvík 4-2 í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi í leik um 5. sætið í B-deild Fótbolta.net mótsins. Njarðvík komst í 2-0 í leiknum en eftir það hrukku Grindvíkingar í gang og náðu að tryggja sér sigurinn.  Magnús Björgvinsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og stimplaði sig inn með því að skora þrennu á stuttum kafla. Jóhann Helgason skoraði …

Njarðvík 84 – Grindavík 96

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Sigurganga Grindavíkur heldur áfram því strákarnir sigruðu Njarðvík í Ljónagryfjunni í gærkvöld 96-84. Leikurinn var jafn framan af, þangað til um miðjan þriðja leikhluta þegar okkar menn breyttu stöðunni úr 53-51 yfir í 59-51. Þeir héldu þessu forskoti út leikinn og því tólfti sigurleikurinn í deildinn staðreynd.  Snæfell vann sinn leik í gær og fylgja því Grindavík fast á eftir …

Mikilvægur sigur hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur unnu sannfærandi og jafnframt mikilvægan sigur á Fjölni í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar í körfubolta, 90-64. Njarðvík tapaði á sama tíma þannig að Grindavík komst úr fallsæti í bili. Frábær sprettur í þriðja leikhluta gerði út um leikinn hjá Grindavík. Lykilleikmenn liðsins tóku þá hressilega við sér og þá var ekki að sökum að spyrja Grindavík-Fjölnir 90-64 (18-16, 26-17, 30-14, 16-17) …

Baráttusigur á Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði Fjölni í gær 90-64 þar sem okkar stelpur voru betri á flestum sviðum og eru nú komnar í sjötta sætið með 12 stig. Oft hefur Grindavík byrjað leikina mjög vel en dregist aftur úr þegar líða tekur á leikinn.  Það var ekki raunin í gær.  Eftir fyrsta leikhluta var staðan 18-16 en góður annar leikhluti bjó til bil …

Njarðvík-Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík mætir Njarðvík í 15. umferð Dominosdeild karla í kvöld, leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19:15 Grindavík situr eitt á toppi deildarinnar með 22 stig.  Njarðvík hinsvegar í því sjöunda með 12 stig. Fyrri leikur liðanna endaði 107-81 en Njarðvíkingarnir hafa verið á góðu róli í síðustu umferðum þar sem þeir unnu ÍR og Skallagrím ásamt því að …

Samstarf UMFG og VÍS

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

  Stuðningsmenn UMFG geta stutt sitt félag með því að flytja tryggingarnar yfir til VÍS, því þá rennur hluti af iðgjaldinu beint til UMFG.     Þarfir fólks fyrir tryggingavernd eru mismunandi eftir aðstæðum hverju sinni. Starfsfólk VÍS leggur metnað sinn í að veita framúrskarandi þjónustu og að tryggingar þjóni þörfum viðskiptavina með fullnægjandi hætti.   Styðjum UMFG saman. Það …

Grindavík – Fjölnir

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Heil umferð fer fram í Dominosdeild kvenna í kvöld.  Grindavík tekur á móti Fjölni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í íþróttahúsi Grindavíkur. Mikilvægur leikur er um að ræða því þessi lið eru í tveimur neðstum sætum deildarinnar.  Með sigri í kvöld geta stelpurnar okkar komist upp fyrir Njarðvík í sjötta sætið. Ekkert í sjónvarpinu í kvöld og því best að skella …