Grindavík gerði jafntefli við ÍBV í 1. umferð deildabikarsins í knattspyrnu 3-3 í Reykjaneshöll. Hinn efnilegi Daníel Leó Grétarsson jafnaði metin með góðu skoti fyrir Grindavík með síðustu spyrnu leiksins. Magnús Björgvinsson kom Grindavík yfir þegar hann stakk sér einu sinni sem oftar inn fyrir vörn Eyjamanna en skömmu áður hafði Jóhann Helgason brennt af vítaspyrnu fyrir Grindavík. Eyjamenn svöruðu …
Stóri bikardagurinn er runninn upp!
Nú er stóri dagurinn runninn upp. Grindavík og Stjarnan mætast í úrslitaleik bikarkeppninnar í körfubolta karla í Laugardalshöll kl. 16:00. Stjörnumenn eru komnir aftur í Höllina fjórum árum eftir að þeir unnu eftirminnilegan sigur á stórskotaliði KR. Að þessu sinni eru mótherjarnir Grindavík sem er að mæta í Höllina í þriðja sinn á fjórum árum en hefur þurft að sætta …
Forsölumiðarnir uppseldir – Dagskrá bikardagsins
Dagskrá bikarúrslitaleiksins í dag er eftirfarandi: Kl. 12 opnar Þróttaraheimilið. Kl. 12:30 fer rúta frá íþróttahúsinu í Grindavík (500 kr.). Kl. 15.15 er rölt yfir í Laugardalshöll og kl. 16:00 hefur sjálfur úrslitaleikurinn. Kl. 20:00 Þorrablót (sigurhátíð…) í íþróttahúsinu í Grindavík. Allir 250 miðarnir í Grindavík seldust upp í forsölu en hægt er að kaupa miða á 1.500 kr. á …
Fyrirliðarnir klárir!
Örfáir miðar eru eftir í forsölunni fyrir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar sem fram fer í Laugardalshöll á morgun kl. 16:00. Fyrirliðar karla og kvennaliðanna hittust á blaðamannafundi í gær en þar var Þorleifur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fulltrúi liðsins. Dómararnir fyrir leikinn eru klárir en það eru Björgvin Rúnarsson og Jón Guðmundsson sem halda munu utan um stjórnartaumana. Björgvin dæmir sinn …
Guðfinnur í Grindavík – Loic farinn
Grindavík hefur fengið sóknarmanninn Guðfinn Ómarsson frá Þrótti. Hann er þrítugur og hefur verið fastamaður í Þrótti undanfarin ár, hann lék 19 leiki í 1. deildinni í fyrra og skoraði 3 mörk. Hann hefur einnig leikið með ÍR. Samtals hefur Guðfinnur leikið 197 leiki í deild og bikar og skorað 30 mörk. Hins vegar er varnarmaðurinn Loic Mbang Ondo genginn …
Miðamál
Enn er hægt að kaupa miða á þessa tvo stóru viðburði sem fram fara á morgun. Forsalan á leikinn er búin en hægt er að kaupa miða á midi.is. Það eru einnig nokkrir miðar lausir á þorrablótið en þá er hægt að nálgast hjá Gauta í Olís eða hjá Eirík í gulahúsi
Leikskráin
Körfuknattleiksdeildin gaf út veglega leikskrá fyrir bikarleikinn á morgun. Var hún borin í hús í vikunni en hægt er að ná í eintak í tölvuna hér. Í blaðinu er m.a. að finna skemmtilegt viðtal við Þorleif Ólafsson fyrirliða Grindavíkur og þá rifjar Nökkvi Már Jónsson upp fyrsta bikarúrslitaleik Grindavíkur í Laugardalshöllinni 1994.
Spennan magnast
Bikarúrslitaleikur Grindavíkur og Stjörnunnar í körfubolta karla verður í Laugardalshöll næsta laugardag kl. 16:00. Upphitun hefst í Þróttaraheimilinu kl. 12. Rútuferð verður frá íþróttahúsinu í Grindavík kl. 12:30 og kostar 500 kr. rútumiðinn. Forsala aðgöngumiða á leikinn er í Olís, miðaverð er 1.500 kr. (kostar 2.000 kr. á leikdegi). Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Heppnir áhorfendur fá tækifæri …
2 daga í leikinn
Nú er aðeins tveir dagar í bikarúrslitaleikinn þar sem Grindavík og Stjarnan mætast klukkan 16:00 Forsalan hjá Gauta í Olís er til klukkan 18:00 í dag og um að gera að ná sér í miða með 500 kr afslætti. Rútuferðin er frá íþróttahúsinu í Grindavík kl. 12:30 og kostar 500 kr. miðinn. Upphitun fyrir leikinn fer fram í Þróttaraheimilinu þar sem …
Fróðlegur fyrirlestur um dómaramál
Sigurður Óli Þórleifsson FIFA knattspyrnudómari héld fróðlegan fyrirlestur um dómaramál í Gula húsinu í gær. Um 25 iðkendur og foreldrar mættu. Sigurður Óli, sem er ný fluttur til Grindavíkur, fór vítt og breitt um dómaraumhverfi heima og erlendis og sagði meðal annars frá því að mikil tækifæri væru fyrir unga og efnilega dómara að dæma á erlendri grundu. Einnig kom …