Spennan magnast

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Bikarúrslitaleikur Grindavíkur og Stjörnunnar í körfubolta karla verður í Laugardalshöll næsta laugardag kl. 16:00. Upphitun hefst í Þróttaraheimilinu kl. 12. Rútuferð verður frá íþróttahúsinu í Grindavík kl. 12:30 og kostar 500 kr. rútumiðinn. Forsala aðgöngumiða á leikinn er í Olís, miðaverð er 1.500 kr. (kostar 2.000 kr. á leikdegi). Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

 

Heppnir áhorfendur fá tækifæri til að reyna við Powerade-skotið milli leikhluta frá miðju vallarins en þeir sem skora körfu fá vegleg magn af þessum drykk í verðlaun.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í Grindavíkurbolum, mæta tímanlega og hvetja Grindavíkurliðið á jákvæðan hátt allan leiktímann.