Guðfinnur í Grindavík – Loic farinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hefur fengið sóknarmanninn Guðfinn Ómarsson frá Þrótti. Hann er þrítugur og hefur verið fastamaður í Þrótti undanfarin ár, hann lék 19 leiki í 1. deildinni í fyrra og skoraði 3 mörk. Hann hefur einnig leikið með ÍR. Samtals hefur Guðfinnur leikið 197 leiki í deild og bikar og skorað 30 mörk.

Hins vegar er varnarmaðurinn Loic Mbang Ondo genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík þar sem hann var í láni 2011.

Fyrsti leikur Grindavíkur í Lengjubikarnum er á morgun kl. 14 í Reykjaneshöll.