Forsölumiðarnir uppseldir – Dagskrá bikardagsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Dagskrá bikarúrslitaleiksins í dag er eftirfarandi: Kl. 12 opnar Þróttaraheimilið. Kl. 12:30 fer rúta frá íþróttahúsinu í Grindavík (500 kr.). Kl. 15.15 er rölt yfir í Laugardalshöll og kl. 16:00 hefur sjálfur úrslitaleikurinn. Kl. 20:00 Þorrablót (sigurhátíð…) í íþróttahúsinu í Grindavík.

Allir 250 miðarnir í Grindavík seldust upp í forsölu en hægt er að kaupa miða á 1.500 kr. á www.midi.is