Fyrirliðarnir klárir!

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Örfáir miðar eru eftir í forsölunni fyrir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar sem fram fer í Laugardalshöll á morgun kl. 16:00. Fyrirliðar karla og kvennaliðanna hittust á blaðamannafundi í gær en þar var Þorleifur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fulltrúi liðsins. 

Dómararnir fyrir leikinn eru klárir en það eru Björgvin Rúnarsson og Jón Guðmundsson sem halda munu utan um stjórnartaumana. 

Björgvin dæmir sinn áttunda bikarúrslitaleik og þann þriðja í karlaflokki. Þegar Björgvin dæmdi sinn fyrsta bikarúrslitaleik fyrir 16 áraum var meðdómari hans í þeim leik Sigmundur Már Herbertsson. Jón Guðmundsson er svo að dæma sinn annan bikarúrslitaleik í karlaflokki en Jón var valinn besti dómari úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.  Eftirlitsmaður á karlaleiknum verður Pétur Hrafn Sigurðsson.