Grindavík í úrslitin

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er komið í úrslitaviðureign Dominosdeild karla eftir 92-88 sigur á KR í gærkveldi. KR byrjaði byrjuðu betur þar sem þeir skoruðu fyrstu stig leiksins.  Ólíkt síðasta leik liðanna í KR heimilinu þá héldu okkar menn við þá, jöfnuðu og komust yfir.  Þeir héldu svo yfirhöndinni allan leikinn en KR aldrei langt á eftir. 24-21 var staðan eftir fyrsta leikhluta …

Grindavík getur komist í úrslit

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta takist liðinu að leggja KR að velli þegar liðin mætast í íþróttahúsi KR kl. 19:15. Grindavík leiðir einvígið 2-1 og vantar því einn sigurleik til að klára einvígið. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á leikinn en fyrir þá sem ekki komast má geta þess að leikurinn er …

Jóhann tryggði Grindavík sigur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jóhann Helgason tryggði Grindvíkingum sigur gegn Fjölnismönnum þegar liðin áttust við í A-deild Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í gærkvöld. Grindavík hafði betur með einu marki gegn engu. Grindvíkingar fengu 10 stig í sjö leikjum sínum, jafnmörg og ÍBV en liðin enduðu í 4.-5. sæti. Fjölnir er með 2 stig en liðið á einn leik eftir.

Leikur 4

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík getur tryggt sér sæti í úrslitum Dominosdeild karla með sigri á KR í kvöld. Staðan í undanúrslitum er 2-1 og þarf Grindavík einn sigur í viðbót til að komast áfram.  Ekki viss um að margir bæjarbúar þoli spennuna á hreinum úrslitaleik um helgina þannig að vonandi klára strákarnir þetta í kvöld. Leikirnir hafa unnist á heimavelli hingað til og …

Gísli Þráinn Íslandsmeistari í bardaga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Taekwondókappinn Gísli Þráinn Þorsteinsson vann til gullverðlauna í sínum flokki á Íslandsmótinu í bardaga sem haldið var í Laugardalnum fyrir skömmu. Gísli stóð sig frábærlega vel og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á afar sannfærandi hátt. Á myndinni eru Björn Lúkas og Gísli Þráinn.

Grindavík – Fjölnir í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Síðasti leikur Grindavíkur í Lengjubikarnum fer fram í kvöld klukkan 20:30 Mæta strákarnir þá Fjölni í Reykjaneshöllinni.  Fjölnir er enn án sigurs í deildinni en Grindavík unnið 2, töpuðu í síðasta leik gegn FH 2-1. Fjölnir og Grindavík eru saman í 1.deildinni í sumar(mætast þó ekki fyrr en 4.júlí) og því upplagt að sjá stöðuna á þessum liðum fyrir komandi …

Kynningarmyndband um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur ákveðið að hefja miklar framkvæmdir við íþróttamannvirki bæjarins. Eru þær kynntar í meðfylgjandi myndbandi sem hægt er að sjá hér.   Með endurskipulagningu og nýbyggingum á íþróttasvæði Grindavíkur er áætlað að bæta verulega aðstöðu til íþróttaiðkunar, keppnishalds og félagsstarfs í Grindavík.  Í hönnun aðstöðunnar er tekið tillit til mismunandi þarfa ólíkra íþróttagreina, skólastarfs, starfsmanna og gesta án þess að …

Gísli Þráinn Íslandsmeistari í bardaga

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Gísli Þráinn Þorsteinsson vann til gullverðlauna í sínum flokki á Íslandsmótinu í bardaga sem haldið var í Laugardalnum 16. mars síðastliðinn. Gísli stóð sig frábærlega vel og við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn. Á myndinni eru Björn Lúkas og Gísli Þráinn

Íþróttaskóli UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Námskeið íþróttaskóla UMFG ( fyrir börn á leiksskóla aldri ) Námskeið íþróttaskóla UMFG hefst Sunnudaginn 14.apríl 2013 og stendur yfir í fimm skipti. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur og hefst kl 10:00-10:40 á Sunnudögum. Skráningar fara fram á facebook síðunni okkar (íþróttaskóli UMFG) eða með því að senda tölvupóst á netfangið petrunella@grindavik.is. Námskeiðið verður haldið ef næg þáttaka næst …

Þriðji leikurinn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þriðji leikur Grindavíkur og KR í undanúrslitum Dominosdeild karla er í kvöld. Staðan er 1-1 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.  Ekkert gekk upp í síðasta leik en strákarnir ætla að sýna sitt rétta andlit í kvöld og koma stöðunni í 2-1. Nánast fullt er búið að vera á fyrstu tveimur leikjunum þannig að …