Þriðji leikurinn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þriðji leikur Grindavíkur og KR í undanúrslitum Dominosdeild karla er í kvöld.

Staðan er 1-1 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.  Ekkert gekk upp í síðasta leik en strákarnir ætla að sýna sitt rétta andlit í kvöld og koma stöðunni í 2-1.

Nánast fullt er búið að vera á fyrstu tveimur leikjunum þannig að Grindvíkingar eru hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti.

Forsala verður í Salthúsinu klukkan 17:30 þar sem stuðningsmenn ætla að hittast fyrir leik og gíra sig upp fyrir leikinn.  Sverrir Þór Sverrisson mætir klukkan 18:20, fer yfir leikinn og svarar spurningum stuðningsmanna.