Leikur 4

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík getur tryggt sér sæti í úrslitum Dominosdeild karla með sigri á KR í kvöld.

Staðan í undanúrslitum er 2-1 og þarf Grindavík einn sigur í viðbót til að komast áfram.  Ekki viss um að margir bæjarbúar þoli spennuna á hreinum úrslitaleik um helgina þannig að vonandi klára strákarnir þetta í kvöld.

Leikirnir hafa unnist á heimavelli hingað til og er það svo sem ekkert slæmt hlutkesti ef það heldur áfram því Grindavík er deildarmeistarar og með sigri á öllum heimaleikjum verðum við líka Íslandsmeistarar.

Í síðasta leik liðanna í KR heimilinu skapaðist fín stemming fyrir leik þar sem Grindvíkingar mættu snemma í grillið sem KR stendur fyrir.  Fastlega má búast við því að íþróttahúsið verði mjög þéttskipað og því eru menn hvattir til að mæta snemma.