Íslandsmót Seniora og Juniora í júdó

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Björn Lúkas á verðlaunapalli   Laugardaginn 13. apríl fór fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í júdó og keppti þar Sigurpáll Albertsson frá Grindavík og vann þar til bronsverðlauna. Sigurpáll keppti í -100kg flokki og voru þar 6 keppendur sem skipt var í tvo riðla. Sigurpáll vann sína fyrstu glímu, en tapaði annarri gegn sigurvegara flokksins. Hann komst þó upp úr riðlinum og …

Bikarmót 3 í Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Bikarmót 3 verður í Keflavík, skráning! Bikarmót 3 verður haldið í íþróttahúsinu við Sunnubraut 4-5 maí n.k. og verður síðasta mót tímabilsins  Skráning fer fram hérna, hægt að skrá sig út vikuna https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dFd6SEpQZHE1RDVUWDNCRXBHQVlsWEE6MA#gid=0 Keppnisgjöld eru: 1500 fyrir 11 ára og yngri  og 2500 fyrir 12 ára og eldri og skulu greidd um leið og skráning og skulu leggjast inn á; …

1-1. Punktur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Ég var að spá í að hafa fyrirsögnina það eina sem ég myndi skrifa um leik gærkvöldsins….. En það er nákvæmlega málið að mínu mati, þetta var bara einn leikur í gær og staðan er einfaldlega 1-1!!!!!! Stjörnumenn gerðu það sem þeir áttu að gera, að verja sinn heimavöll og það gerðu þeir með glæsibrag. Boltinn er þá einfaldlega kominn …

Stjarnan-Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Leikur 2 í úrslitaeinvígi Grindavíkur og Stjörnunnar fer fram í kvöld klukkan 19:15 Allir bæjarbúar vita að staðan er 1-0 í einvíginu og frábær stemming bæði í liðinu og stuðningsmönnum.  Nú er bara að halda því áfram og koma Grindavík í 2-0   Ásgerður og Ásgarður Forsala aðgöngumiða fyrir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Ásgarði í Garðabæ á morgun er …

Glæsileg frammistaða í fyrsta leilk

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann glæsilegan sigur á Stjörnunni í fyrstu rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn með 108 stigum gegn 84. Þrjá sigurleiki þarf til þess að tryggja sér titilinn. Grindavíkurliðið fór á kostum í síðasta leikfjórðungnum og var gaman að sjá leikmenn sem hafa verið lítt áberandi í vetur stíga upp þegar lykilmenn lentu í villuvandræðum. Hart var barist í upphafi en Grindavík …

Jóhann Árni: Aðstæður voru fáránlega erfiðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Hlutirnir bara gengu upp. Við vorum að stoppa þá og skora hinum megin í fáránlega erfiðri aðstæðu. Sammy (Zeglinski) og Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) voru báðir komnir með fjórar villur og höfðu spilað þannig næstum því allan fjórða leikhluta,” sagði kampakátur Jóhann Árni Ólafsson við Vísi eftir sigurinn gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Leikurinn var afar kaflaskiptur þar sem bæði lið …

Myndbandið sem kveikti í stuðningsmönnum Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Egill Birgisson klippti saman skemmtilegt myndband sem var sýnt fyrir leik Grindavíkur og Stjörnunnar í gærkvöldi. Myndbandið er virkilega skemmtilegt og kveikti heldur betur í stuðningsmönnum Grindavíkurliðsins sem létu vel í sér heyra. Myndbandið má sjá hér að neðan: Smellið á myndbandið hér.

Stjörnunni lensað í Röstina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það má segja að um Stjörnuhrap í Röstinni hafi verið að ræða í fyrsta leik Grindavíkur og Stjörnunnar í lokarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik en um fátt annað hefur verið talað um eftir áramót í íslenskum körfuknattleik en “dýrasta lið sögunnar”, Stjörnuna.   En Stjarnan lenti á vegg í kvöld og má segja að virkið hafi verið varið og sá …

Grindavíkurmót í körfuknattleik

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Laugardaginn 4. maí og sunnudaginn 5. maí verður haldið hraðmót í körfuknattleik fyrir 3. og 4. bekk þ.e. börn fædd 2003 og 2004 á vegum Grindavíkur. Munu drengirnir spila á laugardeginum og stúlkurnar á sunnudeginum. Spilaðir verða 2 x 12 mín leikir og leiktími ekki stöðvaður. Við brot í skoti verður tekið eitt vítaskot sem gildir sem tvö stig. Hvert …

Engin rútuferð á leikinn á morgun – á vegum Kkd.Umfg

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Spurst hefur verið fyrir um rútuferð á leikinn á morgun og ætlar Stjórn kkd.umfg, ekki að standa fyrir því. Ástæðan er nokkuð einföld, þegar þetta hefur verið gert eins og t.d. á bikarúrslitaleikinn í vetur, þá hefur mæting í rútuna verið döpur. T.d. mættu 15 í 50 manna rútu á þennan bikarúrslitaleik. Fólki er vinsamlegast bent á að það getur …