Engin rútuferð á leikinn á morgun – á vegum Kkd.Umfg

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Spurst hefur verið fyrir um rútuferð á leikinn á morgun og ætlar Stjórn kkd.umfg, ekki að standa fyrir því. Ástæðan er nokkuð einföld, þegar þetta hefur verið gert eins og t.d. á bikarúrslitaleikinn í vetur, þá hefur mæting í rútuna verið döpur. T.d. mættu 15 í 50 manna rútu á þennan bikarúrslitaleik.

Fólki er vinsamlegast bent á að það getur tekið sig til sjálft og planað svona rútuferð og jafnvel farið í fyrirtæki og reynt að fá styrk fyrir svona ferð. Við myndum að sjálfsögðu aðstoða við að auglýsa það en það er nógu mikið að gera í alls kyns útréttingum þessa dagana svo þessu sé ekki líka bætt á stjórnarmeðlimi og eins og áður hefur komið fram, fyrir eins lélaga mætingu í rútuna og oftast hefur verið.

Sjáumst á leiknum á morgun og áfram Grindavík!