1-1. Punktur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Ég var að spá í að hafa fyrirsögnina það eina sem ég myndi skrifa um leik gærkvöldsins…..

En það er nákvæmlega málið að mínu mati, þetta var bara einn leikur í gær og staðan er einfaldlega 1-1!!!!!!

Stjörnumenn gerðu það sem þeir áttu að gera, að verja sinn heimavöll og það gerðu þeir með glæsibrag.

Boltinn er þá einfaldlega kominn í okkar hendur og við þurfum að gera það sem við “eigum” að gera, að verja Röstina.

Ég ætla ekki að eyða meira púðri í þennan leik.

Áfram Grindavík!