Grindavík sigraði Ægir í 64. úrslitum Borgunarbikars karla. Lokatölur voru 4-3 fyrir Grindavík þar sem Stefán Pálsson, Juraj Grizelj og Daníel Leó Grétarsson skoruðu mörkin, Stefán skoraði tvö. Uppfært:Nú rétt í þessu var dregið í bikarnum. Grindavík mætir KR á útivelli 29 eða 30 maí. Dregið verður í hádeginu í 32 liða úrslitin þar sem Pepsi deildar liðin eru ásamt BÍ/Bolungarvík, Víkingur …
Grindavík heimsækir Alfreð í bikarnum
Grindavík sækir Ægi heim á Þorlákshafnarvöll í 64. liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í kvöld kl. 19:00. Ægir er undir stjórn Grindvíkingsins Alfreðs Elíasar Jóhannssonar sem byrjaði vel í 2. deildinni um helgina og vann Hött á Egilsstöðum 2-1. Það er því um að gera að bruna Suðurstrandarveginn í dag og skella sér á leikinn í Þorlákshöfn.
Borgunarbikarinn
Grindavík hefur leik í Borgunarbikar karla í kvöld þegar þeir fara Suðurstrandaveginn í Þorlákshöfn þar sem þeir mæta Ægir. Þjálfari Ægis er Alfreð Elías Jóhannsson sem ætti að þekkja ágætlega til Grindavíkurliðsins. Ægir komst áfram með því að leggja KB 1-0 4.maí síðastliðnum og eru á ágætri siglingu í deildinni fyrir neðan okkur. Unnu Eystein(flest liðin á suðurströnd Íslands eru …
Stóðu sig vel á Norðurlandamótinu
Fjórir Grindvíkingar léku með yngri landsliðum Ísland á Norðurlandamótinu í körfubolta um helgina og stóðu þau sig öll með prýði. Jón Axel Guðmundsson lék með 18 ára liðinu sem varð í 2. sæti mótsins. Hann skoraði að meðaltali 11.4 stig í fimm leikjum, þar af 22 stig í fyrsta leiknum og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins á mótinu og með …
Grindavík fær framherja
Denis Sytnik, fyrrum framherji ÍBV, hefur gengið til liðs við Grindavík samkvæmt frétt á fotbolti.net. Þessi 26 ára gamli Úkraínumaður lék með ÍBV sumarið 2010 og 2011. Fyrra árið skoraði hann sex mörk í 17 leikjum í Pepsi-deildinni en síðara árið komst hann ekki á blað í tíu leikjum. Grindvíkingar hafa verið í leit að framherja og því ákváðu …
Tap í fyrsta leik
Grindavík tapaði fyrir Víkingi 1-2 í 1. umferð 1. deildar karla á Grindavíkurvelli í gær. Grindavík hefði verðskuldað meira úr leiknum en liðið lék sérstaklega vel í seinni hálfleik en án þess að uppskera. Grindavíkurliðið er talsvert breytt frá síðustu leiktíð og ungir og efnilegir leikmenn að stíga sín fyrstu skref. Einn þeirra, Daníel Leó Grétarsson, varð fyrir því óláni …
Grindavík 1 – Víkingur 2
Grindavík hóf leik í 1.deild karla í gær þegar þeir tóku á móti Víking. Leikurinn fór 2-1 fyrir gestina. Fréttaritari umfg.is er ekki staddur á landinu og missti því af leiknum. En Íslandsmeistarinn Björn Steinar Brynjólfsson var á staðnum og er hér fyrir neðan umfjöllun hans af leiknum fyrir fótbolti.net 1.deildin fór af stað með pompi og prakt í dag …
Þrír leikmenn í úrtakshópum landsliða
Landsliðsþjálfarar karla- og kvenna í körfubolta hafa valið tuttugu manna æfingahópa fyrir komandi verkefni landsliðanna í sumar. Þar eru þrír Grindvíikingar. Helga Rut Hallgrímsdóttir og Petrúnella Skúladóttir í kvennaliðinu og Jóhann Árni Ólafsson í karlaliðinu. Stelpurnar undirbúa sig fyrir Smáþjóðaleikina í lok maí sem fram fara í Lúxemborg og er Sverrir Þór Sverrison þjálfari karlaliðs Grindavíkur búinn að velja …
Grindavík spáð 1. sæti
Grindavík er spáð 1. sæti og þar með sæti í úrvalsdeild samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða í deildinni. KA er spáð 2. sæti, Haukum því þriðja og Víkingi, andstæðingum Grindavíkur í fyrstu umferð á morgun, er spáð fjórða sæti. Um styrkleika liðsins segir á fotbolti.net: Styrkleikar: Ekkert lið í deildinni spilar eins góðan og fallegan fótbolta í deildinni. Lið sem …
Grindavík mætir Víkingi í 1. umferð á fimmtudag
Keppni í 1. deild karla í knattspyrnu hefst næsta fimmtudag, uppstigningardag. Grindavík mætir Víkingi í 1. umferð deildarinnar kl. 14:00 en þessum liðum er spáð í toppbaráttu deildarinnar og verður án efa um hörku leik að ræða. Milan Stefán Jankovic stýrir Grindavík en hann er að byggja upp nýtt lið. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahóp liðsins frá því í …