Stóðu sig vel á Norðurlandamótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fjórir Grindvíkingar léku með yngri landsliðum Ísland á Norðurlandamótinu í körfubolta um helgina og stóðu þau sig öll með prýði.

Jón Axel Guðmundsson lék með 18 ára liðinu sem varð í 2. sæti mótsins. Hann skoraði að meðaltali 11.4 stig í fimm leikjum, þar af 22 stig í fyrsta leiknum og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins á mótinu og með bestu þriggja stiga nýtinguna.

 

Jóhanna Rún Styrmisdóttir lék með 18 ára landsliðinu sem varð í 2. sæti. Hún skoraði 4 stig í mótinu.

Ingibjörg Jónsdóttir lék með 16 ára landsliðinu sem varð í 4. sæti mótsins. Ingibjörg hefur reyndar lítið æft körfubolta að undanförnu þar sem hún er á fullu í fótboltanum og lék þar með 17 ára landsliðinu fyrir skömmu. En Ingibjörg stóð stig vel, lék alla fimm leikina og skoraði að meðatali 10 stig í leik.

Hilmir Kristjánsson lék með U16 ára liðinu og stóð sig vel. Hann skoraði að meðaltali 10,k8 stig í leik og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins.

Efri mynd: Ingibjörg Sigurðardóttir. Mynd, karfan.is
Jón Axel. Mynd, karfan.is
Hilmir. Mynd, karfan.is