Grindavík spáð 1. sæti

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík er spáð 1. sæti og þar með sæti í úrvalsdeild samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða í deildinni. KA er spáð 2. sæti, Haukum því þriðja og Víkingi, andstæðingum Grindavíkur í fyrstu umferð á morgun, er spáð fjórða sæti.

Um styrkleika liðsins segir á fotbolti.net: Styrkleikar: Ekkert lið í deildinni spilar eins góðan og fallegan fótbolta í deildinni. Lið sem er gjörsamlega byggt upp til að spila hörkubolta. Liðið er með hörkugóðan markvörð og marga skemmtilega leikmenn.

Milan Stefán Jankovic hefur tekið við Grindavíkurliðinu.

,,Ég viðurkenni að þetta kemur á óvart. Það eru margir farnir, við höfum fengið tvo nýja útlendinga en hinir í liðinu eru heimamenn og ungir strákar. Við erum til að mynda með tvo leikmenn sem eru 1995 módel í byrjunarliðinu og einn fæddan 1993,” segir Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindvíkinga en fyrirliðar og þjálfarar í fyrstu deild karla spá liðinu efsta sæti í deildinni í sumar.