Grindavík heimsækir Alfreð í bikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík sækir Ægi heim á Þorlákshafnarvöll í 64. liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í kvöld kl. 19:00. Ægir er undir stjórn Grindvíkingsins Alfreðs Elíasar Jóhannssonar sem byrjaði vel í 2. deildinni um helgina og vann Hött á Egilsstöðum 2-1.

Það er því um að gera að bruna Suðurstrandarveginn í dag og skella sér á leikinn í Þorlákshöfn.