Grindavík mætir Víkingi í 1. umferð á fimmtudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Keppni í 1. deild karla í knattspyrnu hefst næsta fimmtudag, uppstigningardag. Grindavík mætir Víkingi í 1. umferð deildarinnar kl. 14:00 en þessum liðum er spáð í toppbaráttu deildarinnar og verður án efa um hörku leik að ræða. Milan Stefán Jankovic stýrir Grindavík en hann er að byggja upp nýtt lið. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahóp liðsins frá því í fyrra eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni.

Jóhann Helgason er kominn eftir ársdvöl hjá KA þar sem hann var í láni. Aðrar helstu breytingar eru þessar:

Komnir:
Alen Sutej frá FH
Guðfinnur Þórir Ómarsson frá Þrótti
Juraj Grizelj frá Króatíu
Stefán Þór Pálsson frá Breiðablik (lán)

Farnir:
Bogi Rafn Einarsson í HK
Iain Williamson í Val
Loic Ondo í BÍ/Bolungarvík
Oluwatomiwo Ameobi til Englands
Ólafur Örn Bjarnason í Fram
Ray Anthony Jónsson í Keflavík
Mikael Eklund (hættur)
Pape Mamadou Faye í Víking (félagaskipti ekki staðfest) 
Benóný Þórhallsson í Víði Garði 

Þá er Jósef Kr. Jósefsson kominn á fullt aftur en hann missti nánast af öllu síðasta sumri vegna meiðsla. Hins vegar er Alexander Magnússon enn meiddur á hné og óvíst hvort hann verði eitthvað með.