Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið föstudaginn 4. október nk. á Sjómannastöfunni Vör. Herrakvöldið tókst frábærlega vel í fyrra og er stefnt að því að gera enn betur í ár. Aðalréttur kvöldsins verður saltfiskur að hætti Gauta en sérlegur faglegur ráðgjafi og aðstoðarmaður verður Bjarni Óla (Bíbbinn). Þá verður eðal forréttur og ómótstæðilegur eftirréttur. Dagskráin og miðasala verður auglýst …
Stangarskotið
Knattspyrnudeild UMFG gaf út á dögunum fréttablaðið Stangarskotið. Meða efnis í blaðinu er ferðasaga 3.flokks til Pitea, spjall við þjálfarana og tillögur knattspyrnudeildarinnar um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja. Hægt er að sækja blaðið hér.
Grindavík komst ekki í úrvalsdeildina
Grindavíkurstelpum tókst ekki að leggja Fylki að velli í seinni undanúrslitaleik liðanna um sæti í úrvalsdeildinni. Fylkir vann seinni leikinn 3-2 og báða leikina samanlagt 6-3. Það var ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir Grindavík eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-1. En Dernelle Mascall kom Grindavík yfir á 27. mínútu. En Anna Björg Björnsdóttir markahrókur Fylkis stjórnaði …
Taewondo æfingar 2013-2014
Taekwondo æfingar byrja 5.september 2013 Taekwondo æfingar hefjast aftur eftir sumarfrí í Grindavík fimmtudaginn 5. september 2013, í litla sal í íþróttahúsinu. Æfingarnar eru á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum. 1-2 bekkur kl 15:15 3.bekkur og eldri kl 16:00 Allir velkomnir að koma og prófa.
Hækkun æfingagjalda UMFG
Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur hækki æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 2007-1997. Ákveðið hefur verið að æfingagjaldið verði kr 22.500 á barn fyrir allt árið 2013 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Æfingagjöldin eru fyrir tímabilið janúar – desember ár hvert. Fyrri hluti æfingagjaldanna (10.000 kr.) hafa nú þegar verið settir inn í …
Grindavík og Keflavík talin sigurstranglegust
Grindavík og Keflavík eru talin sigurstranglegust í Domino´s deild kvenna næstkomandi tímabil ef marka má könnun sem Karfan.is hefur verið með í gangi síðustu daga. Grindavík hlaut flest atkvæði eða 19,7% atkvæða þegar spurt var hvaða lið væri talið sigurstranglegast í deildinni um þessar mundir. Keflvíkingar voru skammt á hæla Grindavíkur með 19,07% atkvæða en tæplega 500 atkvæði bárust. Næstflest …
Ingvar vann stigamót GG
Úrslit í stigamóti GG árið 2013 liggja fyrir. Mikil spenna var fyrir lokamótið sem fram fór fyrir viku síðan og ljóst að mjög jafnt yrði á milli efstu manna. Svo varð líka rauninn. Ingvar Guðjónsson sigraði með 162 stigum og varð aðeins einu stigi betri en Bjarni Andrésson sem kom næstur með 161 stig. Sigurður Guðfinnsson varð svo í þriðja …
Ljósanæturmót Geysis
Grindavík og Keflavík eigast við í fyrsta leik Ljósanæsturmótsins í kvöld klukkan 19:15. Leikið verður í TM höllinni(áður Toyota höllin). Á morgun, miðvikudag, eigast Grindavík og ÍR við á sama stað klukkan 20:00
Úrslitaleikur fyrir stelpurnar
Grindavíkurstelpur mæta Fylki í dag kl. 17:30 á Árbæjarvelli í seinni undanúrslitaleik liðanna í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þar verður allt lagt undir en Fylkir vann fyrri leikinn 3-1. Stelpurnar skora á Grindvíkinga að fjölmenna á völlinn eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu.
Hársbreidd frá Pepsi
Seinni leikur Grindavíkur og Fylkis um sæti í Pepsi deild næsta sumar fór fram í dag. Fyrri leikurinn fór 3-1 fyrir Fylkir og var því á brattan að sækja. Grindavík skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu og var þar á verki Dernelle Mascall. Fylkis liðið er hinsvegar mjög sterkt og tapaði til að mynda ekki nema tveimur stigum í A …