Fótboltaæfingar hefjast í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Æfingar hjá knattspyrnudeildinni hefjast í dag.  Allar æfingar fara fram í Hópinu.  Á myndinni hér að ofan má sjá hvenær hver flokkur æfir.  Einnig er taflan aðgengileg á www.umfg.is/fotbolti/aefingar

Ungu strákarnir stálu senunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tryggði sér nafnbótina Meistarar meistaranna í körfubolta karla þriðja árið í röð eftir góðan sigur á Stjörnunni 105-96 í Röstinni. Mesta athygli vakti frammistaða tveggja ungra leikmanna í Grindavíkurliðinu, þeirra Jóns Axels Guðmundssonar og Hilmis Kristjánssonar. Grindavík byrjaði betur en staðan í hálfleik var 46-40. Grindavík í vil. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti stórleik fyrir Grindavík og skoraði 28 stig …

Daníel Leó og Stefán Þór valdir í lokahóp U19

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Daníel Leó Grétarsson og Stefán Þór Pálsson leikmenn Grindavíkur hafa verið valdir í U19 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í Belgíu 8.-16. október næstkomandi. Hópinn má sjá hér. 

Grindavík eru meistarar meistaranna

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Íslandsmeistararnir, Grindavík, og bikarmeistararnir, Stjarnan, mættust í gær í leik sem markar upphaf Íslandsmótsins í ár.  Grindavík sigraði leikinn 105-96 Hér fyrir neðan er umfjöllun frá karfan.is “Íslandsmeistara Grindavíkur og Bikarmeistarar Stjörnunar mættust í kvöld í Röstinni í Grindavík til að etja kappi um titilinn Meistari Meistaranna. Svo fór að Grindvíkingar skoruðu 105 stig gegn 96 stigum þeirra Stjörnumanna og …

Tímabilið ekki búið hjá Daníel Leó og Stefáni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Daníel Leó Grétarsson og Stefán Þór Pálsson hafa báðir verið valdir í U19 sem tekur þátt í undankeppni EM í Belgíu 8-16. október. Af 18 manna hóp eru helmingur leikmanna í íslenskum liðum og því góður árangur að hafa tvo leikmenn úr Grindavíkurliðinu í þessum hóp. Ísland mætir Frökkum 10. október, Belgum 12.okt og Norður Írlandi 15.október.

Íþróttaskóli UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

UNGMENNAFÉLAG GRINDAVÍKUR ÍÞRÓTTASKÓLI BARNA HEFST 05.10.2013   LAUGARDAGAR 10.00 TIL 11.00 Kennari: Petrúnella Skúladóttir   ÞRIÐJUDAGAR 16.15 TIL 17.00 Kennari: Ægir Viktorsson Skólinn stendur yfir í 11 vikur og gjaldið er 10.000.- kr á barn.   Veittur er systkinaafsláttur hálft gjald fyrir annað barn. Skráning fer fram í íþróttahúsi laugardaginn 05.okt 2013    

Fyrsti stórleikur vetrarins í körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Meistarakeppni KKÍ fer fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar Stjörnunnar mætast í Röstinni í Grindavík en þessi árlegi leikur fer alltaf fram á heimavelli Íslandsmeistaranna. Grindavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir 79-74 sigur á Stjörnunni í oddaleik í úrslitaeinvíginu en áður hafði Stjarnan tryggt sér bikarinn með því að vinna 91-79 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni. Það …

Herrakvöld körfunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið næsta föstudagskvöld 4. október á Sjómannastofunn Vör. Húsið opnar kl 19.00. Ekkert verður til sparað til að gera það sem glæsilegast. Landslið Grindvíkinga mun sjá um eldamennskuna Biggi Reynis mun sjá um forréttinn sem verðu súpa og heimabakað brauð og í aðalrétt galdra Bíbbinn og Gauti fram eðal saltfisk með gómsætu meðlæti. Skemmtiatriðin verða …

Gellumessa körfunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Styrktarkvöld Körfuknattleiksdeildar kvenna í Grindavík verður haldið föstudaginn 11. október í Sjólist (Hópsnes), húsið opnar kl 19.30. Miðaverð kr 6.000. Innifalið er matur og skemmtun. Takmarkað magn af miðum í boði. Messustjóri verður séra Jóna Kristín. Tískusýning á gömlum kjólum frá konum í Grindavík og séra Jóna Kristín messar yfir þeim. Margrét syngur nokkur vel valin lög frá stíðsárunum. Kaleb …

Meistarar meistaranna í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hinn árlegi leikur Meistarar meistaranna, þ.e. á milli Íslandsmeistara síðasta árs og bikarmeistaranna, markar upphaf hvers tímabils í úrvalsdeild karla í körfubolta. Grindavík og Stjarnan mættust í úrslitum beggja þessara keppna á síðasta ári og skiptu verðlaununum bróðurlega á milli sín. Leikurinn fer fram í RÖSTINNI á fimmtudaginn kl. 19:15.   Bæði lið munu væntanlega skarta nýjum Bandaríkjamönnum í leiknum. …