Fyrsti stórleikur vetrarins í körfuboltanum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Meistarakeppni KKÍ fer fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar Stjörnunnar mætast í Röstinni í Grindavík en þessi árlegi leikur fer alltaf fram á heimavelli Íslandsmeistaranna.

Grindavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir 79-74 sigur á Stjörnunni í oddaleik í úrslitaeinvíginu en áður hafði Stjarnan tryggt sér bikarinn með því að vinna 91-79 sigur á Grindavík í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni.

Það má því alveg líta á þetta sem lokauppgjör liðanna tveggja í baráttu um titlana á árinu 2013. Leikurinn hefst klukkan 19.15.