Herrakvöld körfunnar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Hið árlega herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið næsta föstudagskvöld 4. október á Sjómannastofunn Vör. Húsið opnar kl 19.00. Ekkert verður til sparað til að gera það sem glæsilegast. Landslið Grindvíkinga mun sjá um eldamennskuna Biggi Reynis mun sjá um forréttinn sem verðu súpa og heimabakað brauð og í aðalrétt galdra Bíbbinn og Gauti fram eðal saltfisk með gómsætu meðlæti.

Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en Þorsteinn Guðmundsson fóstbróðir með meiru mun líta við og fara með gamanmál, Ræðumaður verður Benidikt Guðmundsson Þjálfari Þórs og fyrrverandi þjálfari Grindavíkur, veislustjórn verður í höndum Örvars Kristjánssonar sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta Herrakvöldi en þar lofaði hann að koma nakinn fram ef Grindavík skildi Íslandsmeistarar 2013 og verður hann rukkaður um það.

Einnig verður happadrætti, Íslandsmeistara bindi til sölu og fleirra
Miðsala er í hjá Gauta í Olís og miðaverð er aðeins 4000 kr. Sem er gjöf en ekki gjald!