Nú eru aðeins 3 dagar til stefnu þangað til bikarúrslitaleikur Grindavíkur og ÍR fer fram. KKÍ hefur tekið saman yfirlit yfir liðin sem eru að keppa þennan dag og sögu þeirra í bikarúrslitum. Um Grindavík er ritað: Bikarúrslitaleikurinn 2014 verður fjórði bikarúrslitaleikur Grindavíkur á síðustu fimm árum. En í síðustu þremur viðureignum hefur Grindavík tapað en í heildina hefur félagið …
Taekwondómamman vann gull
Grindvíkingar gerðu það gott á bikarmóti Taekwondósambands Íslands um helgina. Þar unnu þeir til átta verðlauna, þar af til fimm gullverðlauna, tvenn silfur og eitt brons. Frammistaða iðkenda frá júdódeild UMFG á mótinu var hreint út sagt frábær. Þess má geta að taekwondómamman Birgitta Sigurðardóttir var að keppa í fyrsta sinn og stóð sig frábærlega og fékk gull í sínum …
Tilhlökkun að mæta gömlum lærisveinum
Bikarúrslitaleikur Grindavíkur og ÍR í Laugardalshöllinni næsta laugardag verður nokkuð sérstakur fyrir Ómar Örn Sævarsson leikmann Grindavíkur. Hann mætir þar sínum gömlu félögum í ÍR þar sem hann ólst upp og spilaði lengst af og varð bikarmeistari 2007. Hann hefur hins vegar tapað þremur bikarúrslitaleikjum með Grindavík en hampað tveimur Íslandsmeistaratitlum. Ómar er 32ja ára, tveggja barna faðir og vinnur …
Komu, sáu og sigruðu
Á myndinni eru frá vinstri, Jakob Máni, Birgitta og Engill Þór. Grindvíkingar gerðu það gott á bikarmóti TKÍ um helgina. Þar unnu þeir til 8 verðlauna, þar af 5 gullverðlauna, 2 silfur og 1 brons. Frammistaða iðkenda frá Grindavík var hreint út sagt frábær. Þess má geta að „taekwondo mamman“ Birgitta Sigurðardóttir var að keppa í fyrsta sinn og stóð …
Miðasala út bikarúrslitin
Miðasala á bikarúrslitin mun fara fram fyrir leikinn og hefst hún mánudaginn 17.febrúar og mun hún Ása selja miðana á Glæsivöllum 9 og verður hægt að kaupa miða frá kl 19:00-22:00 alla dagana sem til eru miðar en aðeins eru seldir 250 miðar í forsölu. miðaverðið er 1500.- í forsölu en 2000.- kr á leikdag í höllinni. Einnig er hægt …
Stjarnan-Grindavík
Leikur kvöldsins er Stjarnan-Grindavík sem fram fer í Ásgarði klukkan 19:15. Aðrir leikir eru Snæfell-ÍR og Keflavík-Skallagrímur. Aðeins hefur dregið í sundur milli liðanna frá því í fyrra þegar þau mættust í úrslitum, Grindavík í efri hlutanum en Stjarnan í því sjöunda. En leikir Grindavíkur gegn liðunum í 6-9 sæti hafa reynst hvað erfiðastir í vetur, tap gegn …
Þjálfaraskipti hjá kvennaliðinu
Jón Halldór Eðvaldsson er farinn frá sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Domino´s deildinni. Þetta staðfesti fulltrúi í stjórn kvennaráðs KKD Grindavíkur við Karfan.is í dag. Ástæða brotthvarfs Jóns mun vera staða liðsins í deildinni en Grindavík er í næstneðsta sæti deildarinnar. Lewis Clinch Jr. leikmaður karlaliðs Grindavíkur mun taka við starfi Jóns Halldórs sem aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verður …
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2014. kl. 20:00í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3. Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf.: Skýrsla stjórnar.: Ársreikningur.: Skýrsla unglingaráðs.: Önnur mál. Iðkendur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG
Keflavík – Grindavík í Dominosdeild kvenna
Keflavík og Grindavík mætast í Dominosdeild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn er Grindavík í 7. sæti en Keflavík í því þriðja. Bæði lið töpuðu sínum leikjum í síðustu umferð, Keflavík fyrir Haukum en Grindavík fyrir efsta lið deildarinnar, Snæfell. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í TM höllinni og eru stuðningsmenn Grindavíkur hvattir til að mæta.
Fjölmennt á afmælismóti
5 keppendur frá Grindavík tóku þátt í Afmælismóti JSÍ síðastliðinn sunnudag. Þeir Aron Snær Arnarsson, Björn Lúkas Haraldsson, Guðjón Sveinsson, Haraldur Mariuson og Helgi Heiðarr Sigurðsson voru meðal keppenda í Afmælismóti yngri flokka þann 9. febrúar og hlutust þar tvö bronsverðlaun, tvö silfur og ein gullverðlaun. Haraldur keppti í flokki -38kg U13 ára. Þar voru 6 keppendur og skipt var …