Stjarnan-Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Leikur kvöldsins er Stjarnan-Grindavík sem fram fer í Ásgarði klukkan 19:15.  

Aðrir leikir eru Snæfell-ÍR og Keflavík-Skallagrímur.  Aðeins hefur dregið í sundur milli liðanna frá því í fyrra þegar þau mættust í úrslitum, Grindavík í efri hlutanum en Stjarnan í því sjöunda.  

En leikir Grindavíkur gegn liðunum í 6-9 sæti hafa reynst hvað erfiðastir í vetur, tap gegn Þór og ÍR.  

Fyrri leikur liðanna í vetur fór 87-67 fyrir Grindavík.  Leikurinn hefst klukkan 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að mæta í þennan síðasta leik fyrir bikarúrslitin.