Fjölmennt á afmælismóti

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

5 keppendur frá Grindavík tóku þátt í Afmælismóti JSÍ síðastliðinn sunnudag.

 

Þeir Aron Snær Arnarsson, Björn Lúkas Haraldsson, Guðjón Sveinsson, Haraldur Mariuson og Helgi Heiðarr Sigurðsson voru meðal keppenda í Afmælismóti yngri flokka þann 9. febrúar og hlutust þar tvö bronsverðlaun, tvö silfur og ein gullverðlaun.

Haraldur keppti í flokki -38kg U13 ára. Þar voru 6 keppendur og skipt var í tvo þriggja manna riðla. Hann vann sinn riðil örugglega og vann í framhaldi af því undanúrslitaglímuna eftir mikla baráttu en tapaði svo úrslitaglímunni og endaði því í 2. sæti

Helgi Heiðarr keppti í flokki -50kg U13 ára og átti fyrstu fyrstu glímu mótsins og jafnframt lengstu glímu mótsinsin, 4:26 mínútur, en venjuleg glíma er 2 mínútur. Hann tapaði þó þeirri glímu á gullskori. Tapaði hann einnig seinni glímunni eftir harða rimmu. Þar voru 3 í flokknum og hlaut hann því bronsverðlaun.

Þess má geta að Haraldur og Helgi voru báðir að keppa sitt fyrsta júdómót.

Aron Snær keppti í flokki -66kg U15 ára. Þar voru 3 keppendur. Hann vann aðra glímuna sína en tapaði hinni eftir erfiða glímu og hlaut hann því 2. sæti.

Guðjón keppti í flokki -73kg U21 árs. Þar voru 5 keppendur. Hann vann fyrstu glímuna örugglega en tapaði þeirri seinni og endaði í þriðja sæti.

Björn Lúkas keppti í flokki -81kg U21 árs. Þar voru 4 keppendur. Björn Lúkas tapaði fyrstu glímunni sinni, en vann tvær í kjölfarið af öryggi. Innbyrðis viðureignir fóru svo að hann vann gullverðlaun í þeim flokki.

 

Haraldur lengst til vinstri

Helgi til hægri

Aron til vinstri

Guðjón lengst til hægri