Kvennahlaupsbolirnir komnir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kvennahlaupið í ár fer fram 13. júní. Eins og undanfarin ár verður að sjálfsögðu hlaupið í Grindavík. Bolirnir eru komnir í sundlaug Grindavíkur og hægt að nálgast þá þar. Þátttökugjald er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verðinu er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við …

Bikarsigur á Húsavík í miklum markaleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar gerðu góða ferð norður fyrir heiðar í gær þegar þeir heimsóttu Völsung á Húsavík í 32-liða úrslitum bikarsins. Húsvíkingar leika í 3. deildinni í ár og fyrirfram bjuggust sennilega flestir við sigri okkar manna. Í fyrri hálfleik benti fátt til annars en að Grindvíkingar myndu landa þægilegum sigri. Eftir 12 mínútna leik var staðan orðin 0-2 og í hálfleik …

Tvö víti, eitt mark og jafntefli niðurstaðan á Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Strákarnir í meistaraflokki karla fóru í ferðalag austur fyrir fjall á föstudaginn og freistuðu þess að sækja sinn fyrsta sigur frá upphafi á Selfoss. Það tókst ekki í þetta sinn en lokatölur leiksins urðu 1-1. Tomislav Misura skoraði mark okkar manna úr víti en brást svo bogalistin skömmu seinna þegar Grindvíkingar fengu annað víti. Grindvíkingar fengu nokkra sénsa til að …

Góður útisigur hjá stelpunum í Kaplakrika

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna sóttu Fimleikafélagið heim á föstudaginn og snéru heim með góðan 1-2 sigur í farteskinu. FH komust yfir á 30 mín eftir mark beint úr hornspyrnu en eftir 40 mín skoraði Shashana Pete Campbell og jafnaði metinn. Eftir það var leikurinn var jafn og spennandi og allt leit út fyrir að hann myndi enda með jafntefli en …

Úrslit úr töltmóti Brimfaxa

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Töltmót Brimfaxa í Grindavík var haldið á 29. maí 2015. Mótið heppnaðist frábærlega vel en yfir 30 skráningar voru á mótið og keppt var í T7. Stjórn Brimfaxa vill þakka fyrirtækjum fyrir styrk sinn og einstaklingum fyrir ómetanlegt vinnuframlag og mótanefnd fyrir að gera mótið eins glæsilegt og það var. Úrslit urðu eftirfarandi; Karlaflokkur 1. Ragnar Eðvarðsson / Stelpa frá …

Guðlaug Björt og Jón Axel fulltrúar Grindavíkur í U20 ára landsliðum Íslands

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leikmannahópar U20 ára lið Íslands 2015 voru tilkynntir í gær, en bæði liðin taka þátt í Norðurlandamótum í ár. Karlar keppa í Finnlandi og konur í Danmörku og fara mótin fram um miðjan júní. Grindvíkingar eiga einn fulltrúa í hvorum hópi en það er körfuboltaparið Jón Axel Guðmundsson og Guðlaug Björt Júlíusdóttir. Hóparnir í heild sinni: U20 kvenna: Guðlaug Björt …

Töltmót Brimfaxa er í dag, 29. maí

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Töltmót Brimfaxa verður haldið í dag, föstudaginn 29 maí. Mótið hefst kl. 18:00 og er fyrir alla skuldlausa félagsmenn. Athugið að skráningu er lokið. Keppt verður í tölti (T7) í þessari röð: Pollaflokk – Barnaflokk – Unglingaflokk – Ungmennaflokk – Kvennaflokk – Karlaflokk Veitt verða verðlaun fyrir öll sæti í yngri flokkum en þrjú efstu í kvenna- og karlaflokk. Þáttökugjald …

Bacalaomót knattspyrnudeildar UMFG verður 6. júní, skráning stendur yfir

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Nú styttist í Bacalaomótið sem nú er haldið í fimmta sinn. Skráning er hafin á www.bacalaomotid.is og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst. Dagskráin er í vinnslu en við getum lofað því að hún verður hin glæsilegasta. Höfum hugfast að getuleysið fyrirgefst, viljaleysið ekki, TÖKUM ÞÁTT!  

Pálína og Petrúnella í 12 manna landsliðshóp fyrir Smáþjóðaleikanna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Petrúnella Skúladóttir verða fulltrúar Grindavíkur í kvennalandsliðinu í körfuknattleik sem keppir á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða hér á landi 1.-6. júní næstkomandi. Þær stöllur eru í hópi leikreyndustu leikmanna liðsins með 28 og 25 A-landsleiki í sarpnum en aðeins 3 leikmenn hafa leikið fleiri leiki en þær. Þær Ingibjörg Jakobsdóttir og María Ben Erlingsdóttir voru einnig …

Nýr samstarfssamningur Grindavíkurbæjar og UMFG til 2018

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Bæjarstjórn hefur samþykkt nýjan samstarfssamning við UMFG sem gildir til 31.12.2018 og leysir eldri samninga af hólmi. Búið er að sameina þrjá mismunandi samninga við UMFG í einn og bæta við afnotum af nýju íþróttamannvirki.  Á þessum fjórum árum styrkir Grindavíkurbær starfsemi UMFG um rúmar 134 milljónir króna sem fer til að efla barna- og unglingastarf, til ráðningar á íþróttafulltrúa …