Kvennahlaupsbolirnir komnir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kvennahlaupið í ár fer fram 13. júní. Eins og undanfarin ár verður að sjálfsögðu hlaupið í Grindavík. Bolirnir eru komnir í sundlaug Grindavíkur og hægt að nálgast þá þar. Þátttökugjald er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. Innifalið í verðinu er Kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum því allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum.

 

Kvennahlaup ÍSÍ á Facebook