Guðlaug Björt og Jón Axel fulltrúar Grindavíkur í U20 ára landsliðum Íslands

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Leikmannahópar U20 ára lið Íslands 2015 voru tilkynntir í gær, en bæði liðin taka þátt í Norðurlandamótum í ár. Karlar keppa í Finnlandi og konur í Danmörku og fara mótin fram um miðjan júní. Grindvíkingar eiga einn fulltrúa í hvorum hópi en það er körfuboltaparið Jón Axel Guðmundsson og Guðlaug Björt Júlíusdóttir.

Hóparnir í heild sinni:

U20 kvenna:
Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Grindavík
Marín Laufey Davíðsdóttir · Keflavík
Lovísa Björt Henningsdóttir · Marist Collage, USA / Haukar
Hallveig Jónsdóttir · Keflavík
Ingunn Embla Kristínardóttir · Keflavík
Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík
Sara Diljá Sigurðardóttir · Valur
Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius Collage, USA /Keflavík
Sólrún Inga Gísladóttir · Haukar
Sólrún Sæmundsdóttir · KR
Sylvía Hálfdánardóttir · Haukar
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar

Þjálfari: Bjarni Magnússon
Aðstoðarþjálfari: Andri Kristinsson

U20 karla:
Dagur Kár Jónsson · Stjarnan
Brynjar Friðriksson · Stjarnan
Jón Axel Guðmundsson · Grindavík
Oddur Rúnar Kristjánsson · ÍR
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll
Maciej Baginski · Njarðvík
Hjálmar Stefánsson · Haukar
Eysteinn Ævarsson · Keflavík
Kristján Leifur Sverrisson · Haukar
Maciej Klimazewski · FSu
Tómas Hilmarsson · Stjarnan
Viðar Ágústsson · Tindastóll

Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson
Aðstoðarþjálfari: Erik Olson

KKI.is greindi frá.

Mynd: Vf.is