Góður útisigur hjá stelpunum í Kaplakrika

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna sóttu Fimleikafélagið heim á föstudaginn og snéru heim með góðan 1-2 sigur í farteskinu. FH komust yfir á 30 mín eftir mark beint úr hornspyrnu en eftir 40 mín skoraði Shashana Pete Campbell og jafnaði metinn. Eftir það var leikurinn var jafn og spennandi og allt leit út fyrir að hann myndi enda með jafntefli en á 93. mínútu skoraði Sara Hrund Helgadóttir sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 94 mín.

Stelpurnar eru því með fullt hús stiga í deildinni og komnar áfram í bikarnum. Glæsileg byrjun á sumrinu það.