Grindavík sigraði Costa Blanca mótið á Spáni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar í 3. flokki kvenna í knattspyrnu, sem í vetur voru afar duglegar við margskonar fjáraflanir, hafa undanfarna daga notað ávaxta erfiðis síns á Spáni þar sem þær kepptu á Costa Blanca mótinu og er skemmst frá því að segja að þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið. Við óskum þessum efnilegum knattspyrnukonum að sjálfsögðu til hamingju með þennan …

Daníel Guðni tekur við kvennaliðinu í körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þær fréttir bárust í dag að formlega hefði verið gengið frá ráðningu nýs þjálfara hjá meistaraflokki kvenna í körfubolta en sá sem hreppti hnossið var enginn annar en Daníel Guðni Guðmundsson, leikmaður meistaraflokks karla. Daníel hefur áður þjálfað yngri flokka en mun stíga sín fyrstu skref sem þjálfari í efstu deild í vetur. Við óskum Daníel að sjálfsögðu til hamingju …

Drög að dagskrá Dominosdeildanna klár

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út drög að keppnisdagskrá næsta veturs. Tímabilið hefst í Grindavík þann 14. október þegar stelpurnar taka á móti KR. Strákarnir hefja leik daginn eftir, þann 15. október þegar þeir rúlla eftir Suðurstrandarveginum og heimsækja nýliðana í FSu. Sýnd veiði þar á ferð en alls ekki gefin. Drög að leikjadagskrá Dominosdeildar karla Drög að leikjadagskrá Dominosdeildar kvenna …

Rýr uppskera Grindvíkinga í Ólafsvík um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingum tókst ekki að sækja gull í greipar Víkings í Ólafsvík um helgina þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þrjú lið Grindvíkinga léku á Ólafsvíkurvelli um helgina, meistaraflokkur karla, 2. flokkur karla og meistaraflokkur kvenna, og snéru liðin heim með 2 stig í farteskinu af 9 mögulegum. Strákarnir í meistaraflokki riðu á vaðið á laugardeginum en riðu þó ekki feitum hesti frá …

Jónsmessumót GG er í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jónsmessumót Golfklúbbs Grindavíkur verður haldið í dag, föstudaginn 26. júní. Mótið hefst klukkan 19:00 en mælt er með því að kylfingar mæti hálftíma fyrr, skrái sig til leiks og gefi upp forgjöf. Miðað við auglýsinguna frá klúbbnum verður líf og fjör á Húsatóftarvelli í kvöld. Af Facebook síðu GG: „Jónsmessa 2015 Nú verður fjör! Mótið hefst kl. 19:00 föstudaginn 26. …

Sundnámskeið hefjast mánudaginn 29. júní

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Sund

Sundnámskeið byrjar mánudaginn 29. júní og stendur í 4 vikur (síðasti dagurinn er 23. júlí). Það verða 2 æfingar á viku. Hjá yngri leikskólabörnunum (2010) verða æfingarnar mánudaga og miðvikudaga og svo þriðjudaga og fimmtudaga. Verð fyrir 4 vikur kr. 6000. Vinsamlegast skráið barnið ykkar hjá Klöru á klara@visirhf.is Sundæfingarnar byrja einnig mánudaginn 29. júní og standa fram að Verslunarmannahelgi. …

Hector Harold verður miðherji Grindavíkur í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hefur gengið frá ráðningu erlends leikmanns karlamegin og varð fyrir valinu Hector Harold sem var að útskrifast frá Vermont háskólanum sem er 1. deildar skóli í America East deildinni. Hector er 2,01 að hæð og spilaði þrist og fjarka í skólanum en mun spila stöðu miðherja hjá Grindavík. Hector er sagður mjög fjölhæfur leikmaður með góða boltatækni enda spilaði …

Paxel snýr aftur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Enn berast fréttir af leikmannamálum Grindvíkinga í körfunni. Stórskyttan Páll Axel Vilbergsson, sem hefur alið manninn síðustu tvö tímabil í Borgarnesi, hefur snúið aftur til heimahaganna í Grindavík. Páll hyggst nú klára feril sinn heimavið í Grindavíkinni þar sem hann sleit barnskóm sínum og hefur spila lungan af ferlinum. Páll Axel er án vafa ein af bestu skyttum Íslandssögunnar en …

Stelpurnar enn taplausar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók á móti Álftanesi í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær en stelpurnar hafa farið hreint ótrúlega af stað í sumar og eru enn taplausar, bæði í deild og bikar. Eftir þægilegan stórsigur gegn Hvíta Riddaranum í síðasta leik 0-10 mættu stelpurnar öllu meiri mótspyrnu í gær en náðu þó að knýja fram sigur að lokum, 2-1. Margrét …

Öruggur heimasigur í gær, Grindavík 2 – HK 0

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóki á móti HK í 1. deildinni í knattspyrnu í gær, en fyrir leikinn höfðu bæði lið átt í basli með að koma tuðrunni í netið. Fyrir okkar menn var ekkert annað í stöðunni en að breyta því og þoka liðinu nær toppnum og slíta sig frá fallbaráttu. Það er skemmst frá því að segja að það plan gekk …