Hector Harold verður miðherji Grindavíkur í vetur

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hefur gengið frá ráðningu erlends leikmanns karlamegin og varð fyrir valinu Hector Harold sem var að útskrifast frá Vermont háskólanum sem er 1. deildar skóli í America East deildinni. Hector er 2,01 að hæð og spilaði þrist og fjarka í skólanum en mun spila stöðu miðherja hjá Grindavík. Hector er sagður mjög fjölhæfur leikmaður með góða boltatækni enda spilaði hann stöðu skotbakvarðar þar til fyrir 5 árum þegar hann tók ansi myndarlegan vaxtarkipp. Hann á að vera frábær varnarmaður og síðast en ekki síst var hann fyrirliði liðs síns. Að sjálfsögðu eru miklar vonir bundar við hann og mun hann koma til liðs við félaga sína í ágúst og mun því hafa fínan tíma til að aðlagast.

Mynd: Vermont Athletics