Jónsmessumót GG er í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jónsmessumót Golfklúbbs Grindavíkur verður haldið í dag, föstudaginn 26. júní. Mótið hefst klukkan 19:00 en mælt er með því að kylfingar mæti hálftíma fyrr, skrái sig til leiks og gefi upp forgjöf. Miðað við auglýsinguna frá klúbbnum verður líf og fjör á Húsatóftarvelli í kvöld.

Af Facebook síðu GG:

„Jónsmessa 2015

Nú verður fjör! Mótið hefst kl. 19:00 föstudaginn 26. júní.

Staðarreglur og aðrar reglur í Jónsmessumóti 2015

1. Vallarreglur: Þær sömu og hafa verið síðustu vikur og þær reglur sem settar eru hér á eftir!!! Alltaf færslur um skorkortslengd hjá öllum spilurum! Það verða einungis spilaðar 13 holur í þessu móti!!

2. Forgjafarreglur: Þátttakendum verður skipt í 2 hópa þar sem er hærri forgjafarhópur annarsvegar og lægri hinsvegar. Algjörir byrjendur(sem ekki eru með skráða forgjöf) fá 24 í skráða forgjöf. Þegar forgjöf hefur verið skráð hjá öllum er tekin 70% forgjöf þeirra og fundin út spilaforgjöf með þeirri útkomu. Svo er dregið í lið og samanlögð forgjöf deilt með 4 til að finna forgjöf á liðið. Við munum svo spila það sem okkur kemur saman um þegar við erum að lesa þetta yfir!!

3. Þátttökureglur: Hver þátttakandi þarf að greiða 2000 kr.- í þátttökugjald og mælst er til þess að bjóða mótstjóra bjór. Innifalið í gjaldinu er einn drykkur að eigin vali. Hver þátttakandi í liði má kasta bolta sínum einu sinni á hringnum og telst það ekki sem högg(þarf ekki að vera á sömu holu). Verðlaun: Verðlaun verða veitt fyrir eftirfarandi sæti:

• 1. sæti: kemur ljós
• 4. sæti: kemur líka í ljós
• 6. sæti: sjá að ofanverðu…
• námundarverðlaun á 18 – mjög óljóst hver þau verðlaun verða fyrir það en það fer töluvert eftir þeim sem vinnur þessi verðlaun (verði tveir jafnir þá fær það lið verðlaunin sem er með betra skor á holunni á undan, ef jafnt þar þá holan á undan henni…..o.s.frv.)

• Á 1. holu á teig þurfa allir að syngja afmælissöng þess sem er að slá bolta sinn HÁSTÖFUM! Við vitum að hann á ekki afmæli en þetta er reglan!

• Á 5. holu er reglan þannig að ef upphafshögg lendir á gríni þá er gefinn FUGL á holuna! Þurfið ekki að pútta en megið þó gera það og ef þið hittið ekki þá fáið þið par á holuna!!

• Á sjöttu holu er bara leyfilegt að nota fleygjárn og pútter.

Eins og áður hefur verið tilkynnt að þá er Gunnar Már dómari og mótstjóri í þessu móti og ef það hentar á einhverjum tímapunkti að breyta þessum reglum hér að ofanverðu þá er honum það að sjálfsögðu leyfilegt eins og gefur að skilja!

Njótið kvöldsins!!“

Mynd: Facebook síða GG