Sparkspekingar Fótbolta.net spá kvennaliði Grindavíkur ágætis árangri í Pepsi-deildinni í sumar, eða 7. sæti af 10. liðum. Liðið hefur bætt við sig öflugum erlendum leikmönnum í vetur, þar á meðal tveimur brasilískum landsliðskonum. Það virðast því vera meiri væntingar til Grindavíkur í sumar en oft eru gerðar til nýliða í deildinni. Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 7. sæti 7. Grindavík …
Björn Lúkas keppir í MMA 6. maí
Grindvíkingurinn og bardagakappinn Björn Lúkas Haraldsson verður í hópi fjögurra Mjölnismanna sem keppa á MMA kvöldi í Færeyjum þann 6. maí næstkomandi. Björn er afar reynslumikill í ýmsum bardagaíþróttum þrátt fyrir ungan aldur en hann var valinn íþróttamaður Grindavíkur árið 2012 fyrir árangur sinn í Taekwondo og Jiu jitsu. Björn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum þessum greinum sem og júdó …
Úrslitaeinvígi Grindavíkur og KR hefst kl. 18:15 í kvöld
Grindavík sækir KR heim í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:15 svo að Grindvíkingar eru hvattir til að mæta tímanlega í DHL höllina og styðja okkar menn til sigurs. Allir spekingar landsins hafa ítrekað afskrifað Grindavík í vetur en liðið hefur stungið hverjum sokknum á fætur öðrum upp í gagnrýnendur. Nú er …
Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikarnum kl. 14:00
Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikar karla í Egilshöll í dag kl. 14:00. Grindavík mætir KR í þessum úrslitaleik. Leikurinn átti að fara fram á Valsvelli en var færður inn vegna veðurs.
Andrea Ásgrímsdóttir nýr golfkennari hjá GG
Andrea Ásgrímsdóttir hefur verið ráðinn sem golfkennari hjá Golfklúbbi Grindavíkur en Andrea er PGA golfkennari. Í fréttatilkynningu frá klúbbnum segir að það sé mjög mikilvægt fyrir Golfklúbb Grindavíkur að hafa PGA golfkennara á sínum snærum. Við bjóðum Andreu velkomna til Grindavíkur og til starfa fyrir GG.
Grindavík í 4-liða úrslit Lengjubikarsins
Grindavíkingar virðast hafa komið endurnærðir úr æfingaferðinni á Spáni en þeir lögðu Skagamenn nokkuð örugglega í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á mánudaginn, 4-1. Ingvar Þór Kale markvörður Skagamanna opnaði leikinn með sjálfsmarki og setti tóninn fyrir það sem koma skyldi. Grindavík mætir hinum nýliðum Pepsi-deildarinnar, KA, í 4-liða úrslitum. ÍA 1 – 4 Grindavík 0-1 Ingvar Þór Kale (‘1 , sjálfsmark) …
Grindavík jarðaði Stjörnuna í Ásgarði og er komið í úrslit!
Grindavík var nú rétt áðan að tryggja sér sæti í úrslitaviðureign Domino’s deildar karla með því að gjörsigra Stjörnuna á þeirra heimavelli, 69-104. Það var ekki að sjá á leik heimamanna að tímabilið væri undir hjá þeim en leikurinn varð aldrei sérlega spennandi og sigur Grindavíkur aldrei í hættu. Stjörnumenn áttu engin svör við leik Grindavíkur sem léku við hvurn …
Auglýst eftir rekstraraðila að golfskála Golfklúbbs Grindavíkur
Vegna breyttra aðstæðna óskar Golfklúbbur Grindavíkur eftir rekstraraðila að golfskála klúbbsins hið fyrsta. Miklir möguleikar í boði fyrir hugmyndaríka aðila.Upplýsingar veitir Halldór Smárason í símum 8933227 – 4268720 eða gggolf@gggolf.is
Stjarnan – Grindavík á morgun kl. 16:00 – forsala á Midi.is
Þriðji leikur undanúrslitaviðureignar Grindavíkur og Stjörnunnar fer fram í Garðabæ á morgun kl. 16:00. Forsala aðgöngumiða er hafin á Midi.is – Húsið opnar klukkan 15:00 og hleypt verður inn í sal klukkan 15:30. Pizzur og ískalt krap á boðstólum fyrir leik og í hálfleik. Frítt fyrir 15 ára og yngri. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna í Ásgarð og styðja okkar …
Grindavík 2 – Stjarnan 0
Grindavík er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn Stjörnunni í 4-liða úrslitum Domino’s deildar karla eftir frábæran 94-84 sigur í Mustad-höllinni í gær. Grindvíkingar leiddu leikinn nánast frá fyrstu mínútu en 19-2 áhlaup um miðjan annan leikhluta innsiglaði í raun restina af leiknum og Stjarnan komst aldrei nær en 6 stig eftir það. Frábær leikur hjá okkar mönnum og verður …