Andrea Ásgrímsdóttir hefur verið ráðinn sem golfkennari hjá Golfklúbbi Grindavíkur en Andrea er PGA golfkennari. Í fréttatilkynningu frá klúbbnum segir að það sé mjög mikilvægt fyrir Golfklúbb Grindavíkur að hafa PGA golfkennara á sínum snærum. Við bjóðum Andreu velkomna til Grindavíkur og til starfa fyrir GG.
Grindavík í 4-liða úrslit Lengjubikarsins
Grindavíkingar virðast hafa komið endurnærðir úr æfingaferðinni á Spáni en þeir lögðu Skagamenn nokkuð örugglega í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á mánudaginn, 4-1. Ingvar Þór Kale markvörður Skagamanna opnaði leikinn með sjálfsmarki og setti tóninn fyrir það sem koma skyldi. Grindavík mætir hinum nýliðum Pepsi-deildarinnar, KA, í 4-liða úrslitum. ÍA 1 – 4 Grindavík 0-1 Ingvar Þór Kale (‘1 , sjálfsmark) …
Grindavík jarðaði Stjörnuna í Ásgarði og er komið í úrslit!
Grindavík var nú rétt áðan að tryggja sér sæti í úrslitaviðureign Domino’s deildar karla með því að gjörsigra Stjörnuna á þeirra heimavelli, 69-104. Það var ekki að sjá á leik heimamanna að tímabilið væri undir hjá þeim en leikurinn varð aldrei sérlega spennandi og sigur Grindavíkur aldrei í hættu. Stjörnumenn áttu engin svör við leik Grindavíkur sem léku við hvurn …
Auglýst eftir rekstraraðila að golfskála Golfklúbbs Grindavíkur
Vegna breyttra aðstæðna óskar Golfklúbbur Grindavíkur eftir rekstraraðila að golfskála klúbbsins hið fyrsta. Miklir möguleikar í boði fyrir hugmyndaríka aðila.Upplýsingar veitir Halldór Smárason í símum 8933227 – 4268720 eða gggolf@gggolf.is
Stjarnan – Grindavík á morgun kl. 16:00 – forsala á Midi.is
Þriðji leikur undanúrslitaviðureignar Grindavíkur og Stjörnunnar fer fram í Garðabæ á morgun kl. 16:00. Forsala aðgöngumiða er hafin á Midi.is – Húsið opnar klukkan 15:00 og hleypt verður inn í sal klukkan 15:30. Pizzur og ískalt krap á boðstólum fyrir leik og í hálfleik. Frítt fyrir 15 ára og yngri. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna í Ásgarð og styðja okkar …
Grindavík 2 – Stjarnan 0
Grindavík er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn Stjörnunni í 4-liða úrslitum Domino’s deildar karla eftir frábæran 94-84 sigur í Mustad-höllinni í gær. Grindvíkingar leiddu leikinn nánast frá fyrstu mínútu en 19-2 áhlaup um miðjan annan leikhluta innsiglaði í raun restina af leiknum og Stjarnan komst aldrei nær en 6 stig eftir það. Frábær leikur hjá okkar mönnum og verður …
Skeytasala sunddeildar UMFG
Fermt verður í Grindavíkurkirkju dagana 9. apríl, 23. apríl og 30. apríl nk. Sú nýbreytni er að Sunddeild UMFG hefur tekið við skeytaþjónustunni þetta árið. Við verðum í aðstöðunni í Gjánni við íþróttahúsið, Austurvegi, frá kl. 11:00-14:00 alla fermingardagana. Boðið verður uppá símaþjónustu. Þú hringir í síma 426-7775 og við tökum niður pöntunina. ATH! Greiðslukortaþjónusta, ekki rukkað í hús. Verð á …
Pétur Guðmundsson Íslandsmeistari í pílukasti
Grindvíkingar eignuðust á dögunum Íslandsmeistara, þó ekki í körfubolta eins og svo oft áður, heldur í pílukasti. Pétur Rúðrik Guðmundsson varð hlutskarpastur 36 keppenda í einmenningi á Íslandsmóti 501 sem haldið var á Akureyri. Meðfylgjandi mynd var þó ekki tekin á mótinu heldur síðastliðið sumar þegar Pétur var ráðinn fyrsti unglingalandsliðsþjálfari Íslands í pílu. Pétur hefur í vetur unnið mikið …
Stúkan verður gul í kvöld
Það verður væntanlega gjörsamlega rafmögnuð stemming í Mustad-höllinni í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Stjörnunni í 4-liða úrslitum Domino’s deildar karla. Okkar menn tóku heimavallarréttinn af Stjörnumönnum með valdi í síðasta leik og ætla sér að halda uppteknum hætti í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 en grillin verða heit uppúr fimm og borgararnir klárir 17:30. Á síðasta leik myndaðist …
Dröfn valin í U19 ára landsliðið gegn Ungverjum
Dröfn Einarsdóttir, leikmaður Grindavíkur í meistaraflokki kvenna, hefur verið valin í U19 ára landsliðið sem mætir Ungverjum í tveimur vináttulandsleikjum 11. og 13. apríl. Dröfn, sem fædd er árið 1999, er ein allra efnilegasta knattspyrnukona Grindavíkur en hún á 15 leiki að baki með U17 landsliðinu og hefur þegar leikir 4 leiki fyrir U19 ára liðið. Hópurinn í heild sinni