Grindvíkingar hófu tímabilið í Domino's deild karla í gærkvöldi með erfiðum sigri á nýliðum Breiðabliks. Gestirnir mættu virkilega sprækir til leiks og keyrðu hraðann upp, pressuðu allan völlinn allan leikinn. Þeir skiptu hratt og rúlluðu á öllum sínum leikmönnum nema Grindvíkingnum Þorsteini Finnbogasyni, sem er meiddur. Raunar komst hver einasti leikmaður Blika á blað meðan að Grindvík fékk öll sín stig …
Haustmót yngri iðkenda í júdó 2018 – breytt dagskrá
Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 verður haldið í íþróttahúsinu í Grindavík laugardaginn 6. október. Vegna mikillar þátttöku verðum við að byrja örlítið fyrr en við ætluðum en sextíu og fimm keppendur eru skráðir til leiks og hefst mótið kl. 10:30 í aldursflokkum U13 og U15 og lýkur þeim flokkum um kl. 11:30. Þá hefst keppni í aldursflokkum U18 og …
Grindavík spáð 6. sæti og 2. sæti
Í gær voru opinberaðar spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Domino's deildunum og 1. deildum karla og kvenna fyrir tímabilið 2018-2019. Grindvíkingum er spáð miðjumoði í Domino's deild karla, eða 6. sæti. Stelpunum er spáð heldur betri árangri, en 2. sæti í deildinni, á eftir Fjölni. Hér fyrir neðan má sjá hversu mörg stig hvert lið fékk í kosningunni. …
Óli Stefán tekur við KA
Óli Stefán Flóventsson hefur tekið við þjálfun KA á Akureyri. Óli hefur undanfarin þrjú ár verið aðalþjálfari Grindavíkur en hann sagði starfi sínu lausu núna í lok sumars. Grindvíkingar eru því þjálfaralausir í bili en samkvæmt fréttum Fótbolta.net er Srdjan Tufegdzic, fyrrum þjálfari KA, í viðræðum við nokkur lið, þar á meðal Grindavík. Fótbolti.net greindi frá vistarskiptum Óla Stefáns: Óli Stefán …
Árskort og opnunarleikur tímabilsins í Domino’s deildinni á morgun
Þá er komið að fyrsta leik í Domino's deildinni hjá Grindavík þennan vetur og eru það nýliðar Breiðabliks sem koma í heimsókn. Heyrst hefur að leynivopn þeirra grænklæddu, Þorsteinn Finnbogason, sé ekki í leikhæfu ástandi í upphafi tímabils, sem verður að teljast mikill skellur, bæði fyrir Blikana sjálfa sem og aðdáendur Þorsteins í Grindavík. Húsið opnar kl.18:00 þegar fyrstu börgerarnir …
Forvarnarvikan og UMFÍ leikur
Forvarnardagurinn er haldinn ár hvert og hvetur til hugleiðinga um verndandi þætti í lífi ungmenna. Þátttakendur taka myndir af því sem þeir telja lýsa best Forvarnardeginum og þeim skilaboðum sem hann færir. Hver einstaklingur má senda inn 5 myndir hámark. Hver mynd á að innihalda vísun í skilaboð Forvarnardagsins. Viðfangsefnin eru: • Samvera • Íþróttir og/eða tómstundir • Skólinn Leikurinn …
Sam og Rio valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar
Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG fór fram með glæsibrag nú á laugardagskvöldið. Um 270 manns mættu í mat að hætti Bíbbans og Atla Kolbeins og enn fleiri stigu dans fram á nótt við tóna Helga Björns og reiðmanna vindanna/SSSól. Sigga og Agnar fóru á kostum sem veislustjórar, Bjarni Arason mætti og söng með fólkinu og happdrættið var á sínum stað. Verðlaunahafar kvöldsins voru …
Vinningshafar í happadrætti knattspyrnudeildar
Happadrættið var á sínum stað á lokahófi knattspyrnudeildarinnar á laugardaginn. Vinningsnúmerin má sjá hér að neðan en vinningshafar geta haft samband við Petru Rós 869-5570 eða Ragnheiði 865-5218. Knattspyrnudeild UMFG þakkar stuðninginn!
Æfingatöflur knattspyrnudeildar yngri flokka 2018/2019
Æfingatafla yngri flokka í knattspyrnu fyrir veturinn 2018 – 2019 er nú tilbúin og er aðgengileg hér fyrir neðan. Við minnum foreldra og forráðamenn á að skrá iðkendur í Nóra, sem heldur utan um alla iðkendur hjá UMFG.
Lokaleikur knattspyrnusumarsins á morgun – og svo lokahóf!
Grindavík leikur sinn síðasta keppnisleik þetta árið á morgun, þegar liðið tekur á móti ÍBV. Leikurinn hefst kl. 14:00 og hvetjum við Grindvíkinga til að loka þessu fótboltasumari með stæl og fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á okkar mönnum. Um kvöldið er svo komið að lokahófi knattspyrnudeildarinnar, en það verður haldið í íþróttahúsinu. Húsið opnar kl. 20:00 og …