Forvarnarvikan og UMFÍ leikur

Ungmennafélag Grindavíkur Fimleikar, Forvarnarnefnd, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Forvarnardagurinn er haldinn ár hvert og hvetur til hugleiðinga um verndandi þætti í lífi ungmenna. 
Þátttakendur taka myndir af því sem þeir telja lýsa best Forvarnardeginum og þeim skilaboðum sem hann færir. Hver einstaklingur má senda inn 5 myndir hámark.
Hver mynd á að innihalda vísun í skilaboð Forvarnardagsins. 

Viðfangsefnin eru:
• Samvera
• Íþróttir og/eða tómstundir
• Skólinn 

Leikurinn stendur yfir frá 3.-15. okt. 2018. Nefnd á vegum stýrihóps Forvarnardagsins velur þær myndir sem hún telur lýsa best þeim þremur þáttum sem dagurinn stendur fyrir.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitir þau við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það er því til mikils að vinna. Einungis nemendur úr þeim árgöngum sem getið er hér að ofan geta tekið þátt í keppninni og eiga rétt á verðlaunum.