Knattspyrnudeild Grindavíkur ætlar að fagna sigrum sumarsins ásamt iðkendum sínum en framundan eru lokahóf yngri flokka. Miðvikudaginn næstkomandi, þann 11. september munu iðkendur 5., 6. og 7. flokks hittast í Hópinu frá kl. 17:00 – 18:00. Í boði verða pylsur og knattþrautir. Daginn eftir eða fimmtudaginn 12. september koma iðkendur í 3. og 4. flokki saman kl. 17:00 á sal …
Knattspyrnuþjálfarar óskast til starfa
Unglingaráð Knattspyrnudeildar Grindavíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstaklingum með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og/eða unglinga. Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði eru kostir sem nýtast vel í þessu starfi. Umsóknir og spurningar berast til Ragnheiðar Þóru formanns unglingaráðs. anton@simnet.is eða í síma 865-5218
Jóhann Dagur og Sigurður Bergmann bikarmeistarar í sínum flokki í hjólreiðum
Fyrr í sumar fór fram hjólreiðahátíð á Akureyri þar sem Grindvíkingar áttu tvo fulltrúa í götuhjólreiðum. Einn hluti hátíðarinnar er gangamótið í hjólreiðum sem jafnframt er síðasta bikarmótið í greininni í ár. Tvö fyrstu voru haldin á Suðunesjum. Það fyrsta með rásmark og mark í Sandgerði og hitt í Grindavík. Þegar stigin voru talin þá varð ljóst að báðir Grindvíkingarnir sem hafa …
Jóhann Dagur keppir með U19 landsliðinu í hjólreiðum á Evrópumótinu í Hollandi
Í síðustu viku var Jóhann valinn í landslið U19 sem er nú á Evrópumótinu í hjólreiðum sem fer fram í Alkmaar í Hollandi dagana 7-11 ágúst. Í þessu sama móti munu keppa sterkustu hjólreiðamenn heims og margir sem tóku þátt í Tour de France, sem er ein þekktasta hjólreiðakeppni heims sem er nýliðin og til að nefna einhver nöfn þá verða þarna Peter …
Grindavík mætir Augnabliki í kvöld kl. 19:15
Grindavík mætir Augnabliki í 10. umferð Inkasso deildar kvenna í kvöld. Grindavík situr í 8. sætir deildarinnar en það hefur ekki gengið nægilega vel síðustu þrjá leiki sem allir hafa tapast. Grindavík keppti fyrsta leik mótsins við Augnablik fyrr í sumar en þá töpuðu þær 3-1. Þær eiga því harm að hefna i kvöld. Augnablik er í 6. sæti deildarinnar, …
Heimaleikur á móti ÍA í kvöld
Grindavík tekur á móti Skagaliðinu ÍA í kvöld í Pepsí Max-deild karla í kvöld kl. 19:15. Þetta er þrettánda umferðin í deildinni en Grindavík situr í 9. sæti deildarinnar með 12 stig en Skagamenn eru í því 3ja með 20 stig.
Grindavík auglýsir eftir körfuknattleiksþjálfurum til starfa fyrir yngri flokka félagsins
Grindavík auglýsir eftir körfuknattleiksþjálfurum til starfa fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er af einstaklingum sem hafa áhuga á körfuknattleiksþjálfun barna og unglinga. Starfssvið: Körfuknattleiksþjálfun hjá yngri flokkum Grindavíkur Umsjón með æfingum og leikjum og samskiptum við foreldra / forráðamenn Menntun og hæfni: Umsækjandi þarf að hafa mikinn áhuga á að vinna með börnum og uppbyggingu á starfinu Frumkvæði og góða samskiptahæfileika …
Fjórir Grindvíkingar keppa í U-18 í pílukasti
Fjórir drengir úr Grindavík eru nú á leið til Tyrkkands að keppa á WDF Eurocup Youth. Þessir strákar eru allir í unglingalandsliði Íslands í pílukasti undir 18 ára. Þeir eru f.v. Tómas Breki Bjarnason, Tómas Orri Agnarsson, Alexander Veigar Þorvaldsson og Alex Máni Pétursson. Hægt er að fylgjast með þessum flottu strákum í gegnum Facebook síðu U-18 í pílukasti. Við óskum þeim …
Sylvía Sól Íslandsmeistari í tölti ungmenna
Sylvía Sól Magnúsdóttir og Reina frá Hestabrekku urðu Íslandsmeistarar í tölti t1 ungmenna nú um helgina en bæði knapinn og hesturinn eru úr Grindavík en það er Ragnar Eðvaldsson sem er ræktandi hrossins. Þær hlutu einkunina 7.56 en þær unnu sig upp úr B-úrslitum með einkunina 7,17 Þær hafa verið að gera frábæra hluti á keppnisvellinum saman í Tölti …
Grindavík tekur á móti ÍR í Inkasso-deildinni í kvöld
Grindavík tekur á móti Reykjavíkurliðinu ÍR í kvöld kl. 19:15 í Inkasso-deild kvenna á Mustadvellinum. Stelpurnar eru í 6. sæti deildarinnar en í kvöld fer fram sjötta umferðin. ÍR er í neðsta sæti deildarinnar eða því tíunda. Allir á völlinn – Áfram Grindavík!