Lokahóf yngri flokka framundan

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur ætlar að fagna sigrum sumarsins ásamt iðkendum sínum en framundan eru lokahóf yngri flokka. Miðvikudaginn næstkomandi, þann 11. september munu iðkendur 5., 6. og 7. flokks hittast í Hópinu frá kl. 17:00 – 18:00. Í boði verða pylsur og knattþrautir. Daginn eftir eða fimmtudaginn 12. september koma iðkendur í 3. og 4. flokki saman kl. 17:00 á sal grunnskólans við Ásabraut. Þar fer fram verðlaunaafhending auk þess sem Bjarni Fritz verður með fyrirlestur. 

Iðkendur 3. og 4. flokks karla og kvenna eru beðnir um að koma með bakkelsi á hlaðborð. Má vera sætt sem ósætt. 

Unglingaráð: Ragheiður, Petra Rós, Ægir, Ástrún, Pétur Br, Palli og Bjarni Rúnar