Auka aðalfundur knattspyrnudeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur heldur auka aðalfund fimmtudaginn 3. október og hefst fundurinn kl. 18:00 í Gula húsinu. Sú hefð hefur skapast að kjósa í stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur að hausti. Sú stjórn ber svo ábyrgð á ráðningarmálum fyrir næsta sumar. Á auka aðalfundinum verður því kosið í stjórn og varastjórn. Framhalds aðalfundur verður svo í febrúar þegar ársreikningur er klár.

Kveðja,
stjórnin