Þá er N1 mótinu lokið þetta árið með stór glæsilegum árangri okkar pilta í 5. flokki. Við fórum norður með 4 lið á mótið sem er ótrúlega gott miðað við höfðatölu. Við spiluðum í fyrsta sinn í sögunni úrslitaleikinn á N1 mótinu í Argentísku deildinni en þar er keppt um sjálfan N1 móts bikarinn. Einnig spiluðum við til úrslita um …
Stelpubúðir Helenu Sverris 24.-26. júlí næstkomandi
Stelpubúðir Helenu Sverrisdóttur fara fram þann 24.-26. júlí næstkomandi í Origo Höllinni á Hlíðarenda. Líkt og nafnið gefur til kynna eru búðirnar aðeins fyrir stelpur. Skipt er í tvo flokka eftir aldri þar sem að leikmenn fæddir 2004-2008 eru eldri og leikmenn fæddir 2009-2012 eru í yngri hóp. Allar frekari upplýsingar eru hér fyrir neðan og á Facebook síðu búðanna. …
Brynja og Eva koma á láni frá Keflavík
Grindavík hefur fengið liðsstyrk en þær Brynja Pálmadóttir og Eva Lind Daníelsdóttir hafa gengið til liðs við Grindavík á láni frá nágrönnum okkar úr Keflavík. Þær eru báðar löglegar í leik gegn ÍR sem fram fer í Breiðholti annað kvöld. Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Brynju og Evu velkomnar til Grindavíkur!
Stefán Ingi kemur á láni frá Breiðabliki
Stefán Ingi Sigurðarson mun leika með Grindavík næstu vikurnar en hann kemur að láni frá Breiðabliki. Stefán Ingi er 19 ára gamall framherji og hefur verið að banka á dyrnar hjá meistaraflokki Breiðabliks. Stefán er stór og stæðilegur framherji sem skoraði fyrir Blika í sigri gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum á dögunum. Hann er einn efnilegasti framherji landsins í öðrum flokki. …
Mackenzie Heaney á láni til Grindavíkur
Grindavík hefur fengið Englendinginn Mackenzie Heaney á láni frá enska liðinu Whitby Town. Mackenzie Heaney er 21 árs framliggjandi miðjumaður sem getur einnig leikið á kantinum. Hann kom til reynslu til Grindavíkur í síðustu viku og hreif þjálfara liðins og forráðamenn með færni sinni. Hann er með öflugan vinstri fót og er góður skotmaður. Heaney kemur úr unglingaakademíu Newcastle United …
Grindavík semur við Brandon Conley
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við bandaríska framherjann Brandon Conley um að leika með liðinu í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð. Conley er hávaxinn framherji, u.þ.b. tveir metrar á hæð og mikill íþróttamaður. Conley lék með Oral Roberts University í háskólaboltanum og hefur spilað sem atvinnumaður í nokkur ár, meðal annars í efstu deild í Finnlandi og Slóvakíu. Á síðasta …
Grindavík – Þróttur R. | Bein netútsending
Sýnt verður beint frá leik Grindavíkur og Þróttar Reyjavíkur sem fram fer á Grindavíkurvelli þann 28. júní næstkomandi. Leikurinn hefst kl. 14.00 og má búast við hörkuleik. Leikurinn verður í beinni útsendingu og kostar aðeins 5 dollara að fylgjast með leiknum eða tæpar 700 krónur. Er rukkað gjald til að mæta kostnaði við tækjakaup á útsendingabúnaði. Bein netúsending hefst 10 …
Körfuboltaskóli UMFG 2020
Körfuboltaskóli UMFG hefst miðvikudaginn 24. júní í íþróttahúsi UMFG. Æfingar verða kl. 13:30 – 14:30 mánudaga – föstudaga. Körfuboltaskólinn stendur yfir í tvær vikur frá 24. júní – 8. júlí. Körfuboltaskólinn er fyrir börn í 1-4.bekk (2013-2010) Verð fyrir körfuboltaskólann er 5000 kr. Þjálfari er Ingvi Þór Guðmundsson Tekið er á móti skráningum í tölvupósti á unglradkkd@umfg.is Taka fram kennitölu …
Unglingalandsmótið á Selfossi
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 dagana 31. júlí – 2. ágúst. Mótið er haldið í samstarfi við HSK og Sveitarfélagið Árborg. Mótið hefur sannað gildi sitt sem glæsileg vímuefnalaus fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem saman kemur fjöldi barna og ungmenna með fjölskyldum sínum. Mótið er fyrir 11-18 ára börn og ungmenni sem reyna fyrir sér í …
Domino’s styður við Grindavík!
Á tímabilinu 22. – 28. júní fá allir stuðningsmenn Grindavíkur 20% afslátt af sóttum pizzum af matseðli með því að nota kóðann GRINDAVIK þegar pantað er á vef/appi 🍕 Þar að auki mun 👉 Domino’s láta 20% af öllum pöntunum með kóðanum renna beint til Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur!👈 Við hvetjum stuðningsmenn Grindavíkur til að panta sér Pizzu í vikunni frá Dominos …