Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur orðið var við töluverðar athugasemdir við ýmsar framkvæmdir, já eða framkvæmdaleysi undanfarna daga á netmiðlinum Facebook á störfum okkar. Þar erum við gangrýnd fyrir ýmsa hluti, m.a. að geta ekki tekið gagnrýni, fundarsköp, tímasetningu á fundi, boðun fundar, hverjir sátu fundinn og spurð af hverju við boðum hana eina af öllum þeim þjálfurum sem starfa hjá félaginu. …
Leikdagur | Grindavík vs. Keflavík | Allar upplýsingar
Grindavík mætir Keflavík í Lengjudeild karla á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 19:15. Búast má við hörkuleik en bæði lið hafa farið ágætlega af stað í deildinni og eru með sex stig að loknum þremur umferðum. 🏟️ Grindavíkurvelli verður skipt í tvö hólf í dag til rúmar völlurinn 1000 áhorfendur. Inngangur Keflavíkur verður norðanmegin eða nær Þorbirni. Hægt er að nýta …
Grindavík – Keflavík | Bein útsending
Leikur Grindavíkur og Keflavíkur í Lengjudeildinni verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Útsending hefst kl. 19.00 og verður boðið upp á viðtöl fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess að leikurinn sjálfur verður í þráðbeinni. Leiknum verður lýst af Bjarna Hallfreðssyni en Orri Freyr Hjaltalín mun aðstoða hann við lýsingu leiksins. Hægt er að kaupa aðgang að leiknum …
Samið við sjö leikmenn meistaraflokks kvenna
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við sjö leikmenn um að leika áfram með liðinu. Eru þetta frábær tíðindi fyrir kvennaboltann í Grindavík! Ása Björg Einarsdóttir er á 17. ári og er uppalinn Grindvíkingur. Ása spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik í fyrra í Inkasso deildinni. Hún hefur tekið miklum framförum undanfarið og á framtíðina fyrir sér. Birgitta Hallgrímsdóttir 22 ára. Hún kom …
Grindavík í öðru sæti á N1 mótinu
Þá er N1 mótinu lokið þetta árið með stór glæsilegum árangri okkar pilta í 5. flokki. Við fórum norður með 4 lið á mótið sem er ótrúlega gott miðað við höfðatölu. Við spiluðum í fyrsta sinn í sögunni úrslitaleikinn á N1 mótinu í Argentísku deildinni en þar er keppt um sjálfan N1 móts bikarinn. Einnig spiluðum við til úrslita um …
Stelpubúðir Helenu Sverris 24.-26. júlí næstkomandi
Stelpubúðir Helenu Sverrisdóttur fara fram þann 24.-26. júlí næstkomandi í Origo Höllinni á Hlíðarenda. Líkt og nafnið gefur til kynna eru búðirnar aðeins fyrir stelpur. Skipt er í tvo flokka eftir aldri þar sem að leikmenn fæddir 2004-2008 eru eldri og leikmenn fæddir 2009-2012 eru í yngri hóp. Allar frekari upplýsingar eru hér fyrir neðan og á Facebook síðu búðanna. …
Brynja og Eva koma á láni frá Keflavík
Grindavík hefur fengið liðsstyrk en þær Brynja Pálmadóttir og Eva Lind Daníelsdóttir hafa gengið til liðs við Grindavík á láni frá nágrönnum okkar úr Keflavík. Þær eru báðar löglegar í leik gegn ÍR sem fram fer í Breiðholti annað kvöld. Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Brynju og Evu velkomnar til Grindavíkur!
Stefán Ingi kemur á láni frá Breiðabliki
Stefán Ingi Sigurðarson mun leika með Grindavík næstu vikurnar en hann kemur að láni frá Breiðabliki. Stefán Ingi er 19 ára gamall framherji og hefur verið að banka á dyrnar hjá meistaraflokki Breiðabliks. Stefán er stór og stæðilegur framherji sem skoraði fyrir Blika í sigri gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum á dögunum. Hann er einn efnilegasti framherji landsins í öðrum flokki. …
Mackenzie Heaney á láni til Grindavíkur
Grindavík hefur fengið Englendinginn Mackenzie Heaney á láni frá enska liðinu Whitby Town. Mackenzie Heaney er 21 árs framliggjandi miðjumaður sem getur einnig leikið á kantinum. Hann kom til reynslu til Grindavíkur í síðustu viku og hreif þjálfara liðins og forráðamenn með færni sinni. Hann er með öflugan vinstri fót og er góður skotmaður. Heaney kemur úr unglingaakademíu Newcastle United …
Grindavík semur við Brandon Conley
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við bandaríska framherjann Brandon Conley um að leika með liðinu í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð. Conley er hávaxinn framherji, u.þ.b. tveir metrar á hæð og mikill íþróttamaður. Conley lék með Oral Roberts University í háskólaboltanum og hefur spilað sem atvinnumaður í nokkur ár, meðal annars í efstu deild í Finnlandi og Slóvakíu. Á síðasta …