Grindavík semur við Brandon Conley

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við bandaríska framherjann Brandon Conley um að leika með liðinu í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð. Conley er hávaxinn framherji, u.þ.b. tveir metrar á hæð og mikill íþróttamaður.

Conley lék með Oral Roberts University í háskólaboltanum og hefur spilað sem atvinnumaður í nokkur ár, meðal annars í efstu deild í Finnlandi og Slóvakíu. Á síðasta ári var hann að spila í Austurríki áður en hann færði sig yfir í Pro A í Þýskalandi.

„Það er vel látið af honum frá þeim þjálfurum sem hann hefur leikið fyrir svo við erum spenntir að sjá hann í gulu og bláu þegar fer að hausta. Hann er sterkur undir körfunni og klárar vel en einnig er hann góður varnarlega,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur.