Grindavík – Keflavík | Bein útsending

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Leikur Grindavíkur og Keflavíkur í Lengjudeildinni verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV. Útsending hefst kl. 19.00 og verður boðið upp á viðtöl fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess að leikurinn sjálfur verður í þráðbeinni.

Leiknum verður lýst af Bjarna Hallfreðssyni en Orri Freyr Hjaltalín mun aðstoða hann við lýsingu leiksins.

Hægt er að kaupa aðgang að leiknum hér að neðan. Aðgangur að leiknum kostar aðeins 5 dollara og verður nýttur til að standa undir kostnaði af kaupum á búnaði til að sýna beint frá leikjum félagsins.

Áfram Grindavík!