Mikil spenna er komin í körfuboltaáhugafólk en eins og allir vita verður leikið til úrslita í Powerade-bikarnum á laugardag. Eflaust mæta KR-inga kokhraustir til leiks en fyrirliði þeirra, Fannar Ólafsson lofaði 2 stórum titlum á þessu tímabili og þar sem Powerade-bikarinn flokkast undir stóran titil þá er ljóst að Fannar er fyrirfram búinn að vinna þennan leik á móti …
Upphitun fyrir bikarleikinn
Nú eru aðeins þrír dagar í bikarúrslitaleik Grindavíkur og KR í Laugardalshöllinni. Glæsileg upphitun verður fyrir leikinn sem hefst á föstudagskvöldið með Pub quiz-spurningakeppni í Framsóknarhúsinu að Víkurbraut. Á laugardaginn ver þétt dagskrá fyrir úrslitaleikinn en Grindavík hefur leigt Þróttaraheimilið í Laugardalnum þar sem hitað verður upp. Um kvöldið verður svo ball með Geimförunum á Salthúsinu, sama hvernig leikurinn …
Leikir hjá 7.flokki
7.flokkur drengja keppir við Njarðvík um næstu helgi. Strákarnir keppa hér í Hópinu í Grindavík við Njarðvík næstkomandi sunnudag 20.febrúar. Garðar verður með Grindavíkurtreyjur. Munum eftir legghlífum! Mæting kl.14.30. Leikirnir hefjast kl.14.45 og verður lokið kl.16.
Dapurt
Hvað skal segja eftir þennan leik í kvöld? Verulega dapurt á báðum endum vallarins og það er nokkuð ljóst að ef við girðum okkur ekki almennilega í brók fyrir úrslitaleikinn á laugardag að þú mun þetta verða röndóttur dagur! Sóknarleikur okkar var hreinasta hörmung nánast allan leikinn og á meðan vörnin er ekki þeim mun sterkari þá getur útkoman …
Fréttir af yngri flokkum
Þá er frábæri helgi lokið þar sem stelpurnar unnu tvo leiki og töpuðu tveim Það voru 14 stelpur sem lögðu af stað á föstudaginn þar sem við stoppuðum á Litlu-Kaffistofunni og fengum okkur súpu og pönnuköku J Þá var haldið í bústað í eigum ömmu og afa Gígju. Stúlkurnar komu sér fyrir um leið og við mætum á svæðið og …
Fjölnir á toppinn
Það voru vélstjórarnir á Fjölni SU 57 sem voru hlutskarpastir í fyrstu viku Hópleiksins um helgina, en þeir fengu 11 rétta og höfðu rúmar 36 þúsund krónur upp úr krafsinu. Þátttakan í leiknum er góð og eru 46 hópar skráðir til leiks. Enn er hægt að skrá hóp til leiks en leikurinn stendur í 12 vikur en 10 bestu …
Flottur sigur hjá stelpunum
Stelpurnar sigruðu Fjölni 82-51 í Iceland Express deild kvenna í dag. Eins og lokarölur gefa til kynna spiluðu stelpurnar flotta vörn, að fá á sig 51 stig í efstu deild er hrikalega flott. Stelpurnar byrjuðu strax ákveðnar en Fjölnisstúlkur komu til baka, eftir það börðust stelpurnar eins og ljón. Grindavíkurstelpur leiddu með 12-16 stigum í öðrum og þriðja leikhluta …
Bein úrslit úr Gullmóti KR
Flottur árangur var á fyrsta hluta Gullmóts KR þar sem allir voru að bæta tíma sína verulega. Öll úrslit er hægt að finna Hérna um leið og riðlarnir klárast
Öflugt starf sjálfboðaliða
Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur fyrir árið 2010 var haldinn í gærkvöld. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: ,,Aðalfundurinn skorar á bæjaryfirvöld að ráðast sem fyrst í að reisa búnings- og félagsaðstöðu við Hópið og stúkuna. Minnt er á að 50% endurgreiðsla virðisauka af vinnu við íþrótta- og skólamannvirki gildir út þetta ár. Knattspyrnudeildin er tilbúin til þess að gera samning við Grindavíkurbæ …
Gjafmildir Grindvíkingar!
Grindvíkingar færðu Snæfellingum sigur á silfurfati í kvöld í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Express deild karla. Eftir hörmulegan fyrri hálfleik, rúlluðu Grindvíkingar yfir Snæfellinga í seinni hálfleik en gleymdu sér á óskiljanlegan hátt á lokamínútunum og Snæfellingar stálu sigrinum! Ég hafði á tilfinningunni í upphafi leiks að Grindavík mynd vinna sannfærandi sigur í leiknum en sú tilfinning breyttist fljótlega …