Grindavík sigraði ÍR í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum í gær. Orri Freyr og Guðmundur Bjarnason komu Grindavík yfir í fyrri hálfleik en heimamenn jöfnuðu fyrir hálfleik og var því staðan 2-2 eftir 45 mínútur. Í seinni hálfleik bætti Orri við einu marki og svo skoraði Jamie McCunnie lokamark leiksins úr vítaspyrnu. Næsti leikur Grindavíkur í Lengjubikarnum er næstkomandi laugardag …
Nýr leikmaður: Yacine Si Salem
Franski leikmaðurinn Yacine Si Salem hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grindavík. Salem, sem er fæddur í Alsír, er 23ja ára og spilar sem framliggjandi miðjumaður eða framherji. Hann ólst upp hjá Le Havre í Frakklandi en var í tvö ár, 2008-2010, hjá Thrasyvoulos Filis í Grikklandi í 1. og 2. deild en fékk samningnum rift vegna fjárhagsörðugleika félagsins. …
Myndir frá póstmóti
Hérna eru myndir frá póstmóti Breiðabliks sem ég tók þar það má senda mér fleiri myndir til að birta á síðunni á bjarni@umfg.is
Kærar þakkir
Það fór ekki eins og við vildum í gær í Laugardalshöllinni og þurfum við að bíta í það súra epli að hafa tapað tveimum úrslitaleikjum í röð, eftir að hafa unnið fyrstu fjóra. Ég var ansi bjartsýnn í hálfleik og hélt að við værum að reka af okkur slyðruorðið en því fór víðs fjarri og sama hörmungarspilamennskan tók sig …
Upphitunarmyndband
Egill Birgisson hefur klippt saman myndband sem ætti að kveikja í mönnum fyrir leikinn í dag.
Stóri dagurinn nálgast
Mikil spenna er komin í körfuboltaáhugafólk en eins og allir vita verður leikið til úrslita í Powerade-bikarnum á laugardag. Eflaust mæta KR-inga kokhraustir til leiks en fyrirliði þeirra, Fannar Ólafsson lofaði 2 stórum titlum á þessu tímabili og þar sem Powerade-bikarinn flokkast undir stóran titil þá er ljóst að Fannar er fyrirfram búinn að vinna þennan leik á móti …
Upphitun fyrir bikarleikinn
Nú eru aðeins þrír dagar í bikarúrslitaleik Grindavíkur og KR í Laugardalshöllinni. Glæsileg upphitun verður fyrir leikinn sem hefst á föstudagskvöldið með Pub quiz-spurningakeppni í Framsóknarhúsinu að Víkurbraut. Á laugardaginn ver þétt dagskrá fyrir úrslitaleikinn en Grindavík hefur leigt Þróttaraheimilið í Laugardalnum þar sem hitað verður upp. Um kvöldið verður svo ball með Geimförunum á Salthúsinu, sama hvernig leikurinn …
Leikir hjá 7.flokki
7.flokkur drengja keppir við Njarðvík um næstu helgi. Strákarnir keppa hér í Hópinu í Grindavík við Njarðvík næstkomandi sunnudag 20.febrúar. Garðar verður með Grindavíkurtreyjur. Munum eftir legghlífum! Mæting kl.14.30. Leikirnir hefjast kl.14.45 og verður lokið kl.16.
Dapurt
Hvað skal segja eftir þennan leik í kvöld? Verulega dapurt á báðum endum vallarins og það er nokkuð ljóst að ef við girðum okkur ekki almennilega í brók fyrir úrslitaleikinn á laugardag að þú mun þetta verða röndóttur dagur! Sóknarleikur okkar var hreinasta hörmung nánast allan leikinn og á meðan vörnin er ekki þeim mun sterkari þá getur útkoman …
Fréttir af yngri flokkum
Þá er frábæri helgi lokið þar sem stelpurnar unnu tvo leiki og töpuðu tveim Það voru 14 stelpur sem lögðu af stað á föstudaginn þar sem við stoppuðum á Litlu-Kaffistofunni og fengum okkur súpu og pönnuköku J Þá var haldið í bústað í eigum ömmu og afa Gígju. Stúlkurnar komu sér fyrir um leið og við mætum á svæðið og …










