Upphitun fyrir bikarleikinn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Nú eru aðeins þrír dagar í bikarúrslitaleik Grindavíkur og KR í Laugardalshöllinni.

 

Glæsileg upphitun verður fyrir leikinn sem hefst á föstudagskvöldið með Pub quiz-spurningakeppni í Framsóknarhúsinu að Víkurbraut. Á laugardaginn ver þétt dagskrá fyrir úrslitaleikinn en Grindavík hefur leigt Þróttaraheimilið í Laugardalnum þar sem hitað verður upp. Um kvöldið verður svo ball með Geimförunum á Salthúsinu, sama hvernig leikurinn fer!

Pub-quiz spurningakeppnin á föstudagskvöldinu hefst kl. 21:00 en húsið opnar kl. 20:30.

Hvað er Pup quiz? Fólk hópar sig saman í 3 til5 manna lið sem sitja saman á borði. Spurningum um grindvískan körfuknattleik í gegnum tíðina, kastað fram af spyrli keppninnar, Davíð Arthúr. Dómari og höfundur spurninga er gamla goðið Eyjólfur Guðlaugsson. Fjöldi spurninga kemur í ljós á staðnum en hvert lið skrifar svör sín niður á blað. Eyfi fer svo yfir blöðin og sker úr um sigurvegara. Vegleg verðlaun í boði!

Verð pr. mann = 1000 kr. Kaldur seldur á vægu verði. Rennt verður yfir stuðningsmannalög og er nýjum textum heitið!!

 

Þetta er mest hugsað stuðningsmönnum til skemmtunar en einnig er markmiðið að þjappa stuðningfólki saman!

 

Laugardagur 19. febrúar

Rúta (60 manna) fer frá íþróttahúsinu kl. 12:00 í Þróttaraheimilið í Laugardalnum sem er í mínútu göngufjarlægð frá Laugardalshöllinni, þar verður bækistöð okkar Grindvíkinga.

Húsið opnar kl. 12:00.

Leibbi, Gauti og Bjarki sjá um að grilla hamborgara ofan í mannskapinn gegn vægu gjaldi. Grillað verður til kl. 15:00.

Kaldur, gos og ávaxtasafar sömuleiðis selt gegn vægu gjaldi.

Enski boltinn (Chelsea – Everton í FA-cup).

Andlitsmálning.

Leynigestur!

Síðasta æfing stuðningssöngva!

Grindvískir stuðningsmenn ganga fylktu liði í Laugardalshöllina um 15:30 og láta VEL í sér heyra!!!

 

Geimfaraball í Salthúsinu. Húsið opnar kl. 00:00. Miðaverð kr. 1500

Tekið skal SKÝRT fram að þetta ball er fyrirfram ekki hugsað sem sigurhátíð, heldur er verið að fagna þeim góða árangri sem ferð í Laugardalshöllina vissulega er.

Bikartitillinn sjálfur er bara bónus!!!