Grindavík 4 – ÍR 2

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík sigraði ÍR í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum í gær.

Orri Freyr og Guðmundur Bjarnason komu Grindavík yfir í fyrri hálfleik en heimamenn jöfnuðu fyrir hálfleik og var því staðan 2-2 eftir 45 mínútur.

Í seinni hálfleik bætti Orri við einu marki og svo skoraði Jamie McCunnie lokamark leiksins úr vítaspyrnu.

Næsti leikur Grindavíkur í Lengjubikarnum er næstkomandi laugardag í Reykjaneshöllinni þegar þeir mæta Stjörnunni klukkan 12:00