Tap í Kópavogi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tapaði fyrir Íslandsmeisturunum í kvöld 2-1   Ólafur Örn stillti upp nokkuð breyttu liði frá Valsleiknum bæði þar sem Ray, Robert Winters, Magnús og Guðmundur Andri komu inn í liðið.Jack Giddens var í marki, bræðurnir Ólafur og Guðmundur hafsentar, Ray og Alexander bakverðir.Miðjan var stillt upp í tígul af fjórum spöðum þeim Jóhanni sem var aftastur, Jamie og Orri …

Aðalfundur UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundur UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins við Grunnskólann 23.maí næstkomandi Fundurinn hefst klukkan 20.00 og verður dagskráin auglýst nánanar síðar.

Breiðablik-Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sækir Íslandsmeistarana heim í kvöld Leikið verður á Kópavogsvelli og hefst leikurinn klukkan 19:15 Eftir sigurinn á Fylki í fyrstu umferð var tekin saman tölfræðin fyrir leiki Grindavíkur í Kópavogi frá aldamótum. Sést þar að Grindavík hefur spilað 8 leiki í Kópavoginum og sigrað 7 af þeim.  Þannig að tölfræðin er með okkur en hún gefur ekkert þegar boltinn …

Dregið í Ofurhappdrætti fótboltans

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Dregið var í Ofurhappdrætti knattspyrnudeildar UMFG í hálfleik á leik Grindavíkur og Vals, að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Vinninga er hægt að vitja gegn framvísun miða í Gulahúsinu.  Eftirtalin númer voru dregin út: 1. Nr 1079…….Ferðavinningur frá Úrval Útsýn að upphæð 500.000.2. Nr 1105…….Ferðavinningur frá Úrval Útsýn að upphæð 150.000.3. Nr 867………Ferðavinningur frá Úrval Útsýn að upphæð 100.0004. Nr 48………..Ferðavinningur á …

Grindavík mætir KA

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Dregið var í hádeginu í 32 liða úrslitum Valitor bikarsins Grindavík var síðasta liðið sem drógst upp úr pottinum og mæta því KA fyrir norðan.  Leikið verður annaðhvort 25. eða 26. maí. Liðin mættust einnig í fyrra þar sem KA sló út Grindavík eftir vítakeppni og eigum við því harma að hefna.

Eyjólfur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksþingið fór fram á Sauðárkróki um helgina og var Eyjólfur Guðlaugsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍ að því tilefni. Viðurkenningin er veitt fyrir störf í þágu körfuboltans í gegnum árin.  Guðbjörg Norðfjörð var einnig sæmd Silfurmerkinu og er myndin hér að ofan af þeim ásamt Hafsteini Pálssyni, stjórnarmanni í ÍSÍ, sem veitti viðurkenninguna. Á körfuknattleiksþinginu var einnig kosið í stjórn KKÍ þar …

Samningur við Eimskip

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Eimskip skrifuðu undir nýjan samstarfssamning í hálfleik á leik Grindavíkur og Vals í gærkvöldi. Eimskip er einn öflugasti samstarfsaðili fótboltans í Grindavík og lýsti Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar, yfir mikilli ánægju með samninginn. Eimskip er umfangsmikið í útflutningi fyrir sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík. Á myndinni eru Þorsteinn og Brynjar Viggósson frá Eimskip.

Uppskeruhátíð yngri flokka

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Miðvikudaginn 11. maí nk verður haldin uppskeruhátíð yngri flokka (krakkar í 5. bekk og eldri) körfuknattleiksdeildar UMFG   Hátiðin verður í sal grunnskólans og hefst kl. 17:00. Þar munu þjálfarar fara yfir árangur vetrarins og veita þeim verðlaun sem skarað hafa framúr. Veisla eins og venjulega á eftir! Unglingaráð fer þess á leit við foreldra, í fyrsta lagi, að mæta og í …

Grindavík 0 – Valur 2

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Í kvöld áttust við í annari umferð Pepsi deild karla Grindavík og Valur sem lauk með 2-0 sigri gestanna. Valur komst strax yfir á 18. mínútu og var þar að verki Arnar Sveinn Geirsson eftir sendingu frá Christian R. Mouritsen.  Guðjón Pétur Lýðsson skoraði annað mark Valsmanna á 29. mínútu. Hættulegustu færi Grindavíkur áttu Scott Ramsay og Bogi Rafn Einarsson. …

Nýr leikmaður:Robbie Winters

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Gengið hefur verið frá samningum við Robbie Winters sem æft hefur með liðinu undanfarna daga. Robbie Winters er 36 ára skoti og þar með fjórði leikmaðurinn frá Skotlandi enda hafa leikmenn þaðan reynst okkur vel. Robbie spilaði með Ólafi Erni hjá Brann og þar áður með skosku liðunum Dundee United, Aberdeen og nú síðast með Livingston. Með Brann skoraði hann …