Breiðablik-Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík sækir Íslandsmeistarana heim í kvöld

Leikið verður á Kópavogsvelli og hefst leikurinn klukkan 19:15

Eftir sigurinn á Fylki í fyrstu umferð var tekin saman tölfræðin fyrir leiki Grindavíkur í Kópavogi frá aldamótum. Sést þar að Grindavík hefur spilað 8 leiki í Kópavoginum og sigrað 7 af þeim.  Þannig að tölfræðin er með okkur en hún gefur ekkert þegar boltinn rúllar í kvöld.  

Heimamenn hafa byrjað illa í sumar og mæta eflaust dýrvitlausir til leiks.  Okkar menn töpuðu einnig illa í síðasta leik og með samstilltu átaki leikmanna og stuðningsmanna verður þetta enn eitt skemmtilega kvöldið í Kópavogi í kvöld.