Nágrannaslagur af bestu gerð

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Það verður sannkallaður risa nágrannaslagur mánudagskvöld þegar Grindavík og Keflavík mætast á Grindavíkurvelli kl. 19:15. Undanfarin tvö ár hafa vel á annað þúsund manns mætt á völlinn og stemmningin verið frábær.

Í hálfleik skrifa knattspyrnudeild Grindavíkur og Landsbankinn undir nýjan samstarfssamning sem m.a. felur í sér að Landsbankinn afsalar sér auglýsingu á búning Grindavíkurliðsins en býður félaginu að velja sér gott málefni á búningana í staðinn. Knattspyrnudeild Grindavíkur valdi Björgunarsveitina Þorbjörn sem fagnar 80 ára afmæli í ár og merki félagsins prýðir því búninga karla- og kvennaliðs Grindavíkur en Þorbjörn fær 500.000 styrk frá Landsbankanum.

Þetta er gert í takt við nýja stefnu sem Landsbankinn hefur sett sér um stuðning bankans við íþróttafélög undir yfirskriftinni Samfélag í nýjan búning.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta á völlinn og styðja við bakið á sínum mönnum og fagna um leið þessari stóru stund með knattspyrnudeildinni, Björgunarsveitinni Þorbirni og Landsbankanum.